Wednesday, January 31, 2007

Myndir af nýja húsinu.


Hérna eru myndir af nýja húsinu okkar Andrésar. Það er staðsett að Þrastarási í Hafnarfirði, sem er stutt frá Háaberginu þar sem við erum núna. Þetta var ansi skyndileg og óvænt ákvörðun hjá okkur en við erum í skýjunum yfir framkvæmdinni.

Potturinn var svo punkturinn yfir I-ið og gerði alveg útslagið þegar ákvörðunin var tekin....tíhíhí.
Við flytjum svo inn um miðjan mars.

Tuesday, January 30, 2007

Hong Kong Baby!!!


Loksins kom 21. desember. Það var búið að bíða hans ansi lengi. Við hjónin vorum að vonum ansi spennt og skelltum okkur af stað út á völl ásamt Edda, Grétari, Erlu Björk, Gullu og Betu, alveg grunlaus um hvað dagurinn bauð. Stemmingin í Leifsstöð var góð, þrátt fyrir að veðrið úti væri slæmt, allt þar til að tilkynningarnar um seinkun fóru að berast. Fyrst einn og hálfur tími og síðan tvo tíma til viðbótar við það og við það vorum við farin að hafa áhyggjur af því að komast í tengiflugið á Gatwick ííík!! En við biðum....og biðum....og engar komu upplýsingarnar. Fyrr en Andrés fékk símtal frá móður sinni þar sem hún sagði honum frá því að British Airways flugvélin hafi lent á Egilssöðum og að pabbi hans hafi verið kallaður út til þess að koma að sækja farþega BA og keyra með þá á hótel í Reykjavík!! Og við út í rútu, með loforð um flug á morgun, sem þýddi það að við þurfum að redda öðru flugi til Hong Kong. Rútuferðin var ævintýri, þar sem bæði topplúga og farangursgeymsla rútunnar fuku upp í veðrinu og þurfti því að fixa það með tólunum sem voru á staðnum, spítu og þvingum!
Kvöldmaturinn og gistingin á Grand Hótel var fín, þrátt fyrir það við hefðum frekar viljað vera í Júmbóþotu hrjótandi.
Daginn eftir var gerð tilraun 2 til brottfarar. Mætt upp á völl kl 8 og látin standa í röð í rúman klukkutíma áður en einhver frá BA drattaðist til okkar einungis til þess að segja okkur frá því að líklegast kæmumst við ekki af klakanum fyrr en um fjögurleitið, sem var allt of seint fyrir okkur til þess að ná tengifluginu okkar. Eddi var svo eyrna stór að hann náði að hlera nafn fulltrúa BA, Hjördísar, og við skelltum okkur upp í Transit og byrjuðum að plotta flótta okkar. Andrés suðaði gemsanúmer hennar út úr Vallarvinum og við byrjuðum að bögga grey konuna, svo mikið að hún vildi ólm losna við okkur í næstu flugvél BA til Gatwick sem átti að fara kl 13:30!!! Og þá vorum við loksins komin af stað, degi á eftir áætlun.

Kínversk Jól


11 tíma flugið til Hong Kong var enga stund að líða og afslappað, sem var gott eftir hlaupin á Gatwick þar sem var þriggja kukkustunda vopnaleitarröð!! Eftir lendingu í Hong Kong á Þorláksmessu, var hoppað í leigubíl og brunað inní borgina, sem að óneitanlega stórbrotin, ögn leið vegna þess að ekki kom nú allur farangurinn okkar með alla leið, þar sem Grétar og Björk urðu fyrir því óláni að töskurnar þeirra hurfu. Hótel Kowloon beið okkar með glæsileg herbergi og helling af loftræstingu. Veðrið var gott og við skelltum okkur strax í skoðunarferð. Það var augljóst frá byrjun að þarna bjuggu margir en þrátt fyrir allan þennan fjölda var aldrei neinn troðningur. Háhýsin í Hong Kong eru mögnuð og borgin er iðandi af lífi. Morgun Aðfangadags fór í það að leita að veitingastað til þess að eyða kvöldinu á og við fundum einn ansi fínan sem sörveraði okkur 6 rétta máltíð og ansi “jólaleg” skemmtiatriði eins og drykkjukeppni og fleira. Til þess að stytta okkur stundir til klukkan 2 um nóttina, settumst við inn á pöbb við hótelið og sötruðum bjór og brugguðum jólaöl, úr Guinnes bjór, appelsínusafa og kóki. Ekki alveg jólaöl en....eitthvað í áttina.... Klukkan 2 var hlustað á messuna í tölvunni hjá Edda og hringt heim og heyrt í fjölskyldunum. Jóladag var byrjað á McDonalds og svo var ferðinni heitið á The Peak, sem er útsýnisstaður á fjallinu á Hong Kong eyju. Þar sáust háhysi borgarinnar mjög vel.
Annar í Jólum, ferð til Macau. Portúgalska nýlendan var næst á dagskrá hjá okkur og ég verð að segja eins og er að hún olli miklum vonbrigðum hjá okkur öllum. Ekkert nema spilavíti og túristagildrur sem litu út eins og maður væri kominn í Disneyland.

Eitt stykki fuglaflensu, takk.


27. desember var frjáls dagur, við vildum öll gjarnan losa okkur við sjóriðuna frá deginum áður og eiga góðan dag. Við Andrés og Eddi skelltum okkur norðu Kowloon skagann aðeins og kíktum á Blómamarkaðinn og Fuglamarkaðinn (þrátt fyrir fuglaflensu hræðsluáróðurinn sem er allsstaðar í borginni og á landamærum Hong Kong). Það var mjög gaman að komast aðeins út úr túrismanum og sjá borgina í öðru ljósi. Fuglamarkaðurinn var spes, þar sem þar safnast saman eldri karlmenn sem eru í göngutúr með fuglana sína í búrum. Þeir hittast og spjalla og kaupa lirfur eða engisprettur handa fuglunum sínum, stórskemmtileg upplifun og ósköp sætt.
Þar sem hingað til hafði strákunum ekki tekist að redda sér jakkafötum eins og planað var, og til þess að redda því skelltum við okkur í miðbæ Hong Kong. Við skriðum um í outletmolli og Marks og Spenser en án árangurs og enduðum því á því að drekkja sorgum okkar á pöbbagötunni.
Næsta dag skoðuðum við gígantískan Búddha sem er staddur hátt í hæðum Lantau eyju. Sú ferð var frábær og endaði meir að segja á KungFu sýningu! Þar sem búið var að ákveða að fara til Guangzhou í Kína daginn eftir, var ákveðið að hvíla sig þetta kvöldið.
Guangzhou var frábær. Þar sá maður aðra hlið á Kína. Við fórum í gegn um stórskemmtilegt markaðshverfi, þar sem verslað var með ótrúlegustu hluti. Við vorum öll með myndavélarnar á lofti og við tókum alveg ógrinni af myndum af öllu og engu. Verðlagið þarna var allt annað en í Hong Kong og því var tækifærið nýtt og verslað í kínabúðunum.
Um fimmleitið barst Gullu sms, með þeim upplýsingum um það að flugfélagið okkar hafi verið að tilkynna 17 tíma seinkun á heimfluginu okkar þann 31. des!!!!!!

Amazing race my ass...........


Nett panikk skreið yfir hópinn þar sem þetta þýddi að við næðum ekki áramótum heima. Þar sem við áttum ekki lestarferð til baka til Hong Kong fyrr en kl. 20:20 höfðum við hellings tíma til þess að velta þessu fyrir okkur. Gulla og Beta voru þær einu sem voru með gemsa sem virtust virka í Kína, þannig að þeir voru nýttir til hins ýtrasta en án árangurs. Í lestinni var sæst á eina lausn á málunum. OasisHongKong var með flug þetta kvöld á sama tíma og okkar, hálf tvö. Planið var.....að strax og við kæmumst til Hong Kong kl 22:20, myndu Andrés og Grétar bruna út á flugvöll og koma okkur í flug heim um kvöldið. Við hin bruna á hótelið og pakka í kvelli og koma okkur út á flugvöll. Ég get svarið það, að ég held að aldrei hafi svona hröð pökkun farið fram, hvergi í heiminum, ónei!! Eftir nokkuð af hlaupum upp og niður í hótelinu til að faxa upplýsingum og tékka út, var maður orðinn sveittur og sexí, en enginn var tíminn til að skipta um föt..... Út á völl fórum við og náðum að tékka okkur inn saman. Sveitt og sæl, þrátt fyrir smá leiða að vera að fara frá Hong Kong degi fyrr, sátum við í Transit, enn á ný. Við myndum ná fyrir gamlárskvöld alla vega, þó svo að enginn hafi þorað að segja það, hrædd um að kalla yfir okkur meira vesen.
Gatwick tók á móti okkur á ný og að þessu sinni var enginn asi á neinum. Við þurftum að finna hótel þar sem við áttum ekki flug þaðan fyrr en á morgun, Hótel Copthorne varð fyrir barðinu á okkur og undum við okkur þar í góðu yfirlæti og slökuðum á eftir æsing gærdagsins.
Heimflugið var rólegt en ánægjulegt og við öll ansi ánægð yfir því að ná heim til þess að vera með fjölskyldunum á gamlárskvöld. En Hong Kong og Kína var mikil upplifun og ég hlakka til þess að fara þangað aftur.....í það sinnið kannski aðeins norðar, Peking og Kínamúrinn kannski.


Monday, January 29, 2007

Rólegri tímar framundan.....

Úff.....þá er gærdagurinn búinn.

Hann var búinn að hanga yfir mér síðan í október síðastliðnum. En dagurinn rann upp, blautur og fagur, sem var gott því það er svo gott fyrir klarinettublöðin. Ég var hálft í hvoru ánægð með það að soundtestið varð soldið súrt, en það er bara góðs viti, því þau eiga að ganga illa....svo tónleikarnir gangi vel. Og það gekk eftir. við vorum bara öll í svaka stuði, hljómsveitin hljómaði svo vel og þetta var svooo skemmtilegt.

Ég er enn með sólheimaglottið á og geri ráð fyrir því að vera með það eitthvað frameftir viku.

Helga Konsertfelga

Friday, January 19, 2007

Hún á afmæli á sunnudaginn, hún á afmæææææli á sunnudaginn!!!!!!!!!!!!

Jamm....

Ég geri fastlega ráð fyrir því að sjá ykkur á laugardagskvöldið, það verður stuð að venju.

Og á miðnætti verður maður dreizig!!! Jaaaaa......

Ef einhverja er farið að lengja eftir að fá blogg frá Kínatúrnum, þá segi ég ykkur það að ég er búin að vera að reyna að blogga síðan ég kom heim, en eitthvað er Blogger.com tregur að taka við þannig að ekkert hefur tekist. En ég lofa að koma því inn fljótlega!!

Kv. Helga Ellismellur