Tuesday, January 30, 2007

Hong Kong Baby!!!


Loksins kom 21. desember. Það var búið að bíða hans ansi lengi. Við hjónin vorum að vonum ansi spennt og skelltum okkur af stað út á völl ásamt Edda, Grétari, Erlu Björk, Gullu og Betu, alveg grunlaus um hvað dagurinn bauð. Stemmingin í Leifsstöð var góð, þrátt fyrir að veðrið úti væri slæmt, allt þar til að tilkynningarnar um seinkun fóru að berast. Fyrst einn og hálfur tími og síðan tvo tíma til viðbótar við það og við það vorum við farin að hafa áhyggjur af því að komast í tengiflugið á Gatwick ííík!! En við biðum....og biðum....og engar komu upplýsingarnar. Fyrr en Andrés fékk símtal frá móður sinni þar sem hún sagði honum frá því að British Airways flugvélin hafi lent á Egilssöðum og að pabbi hans hafi verið kallaður út til þess að koma að sækja farþega BA og keyra með þá á hótel í Reykjavík!! Og við út í rútu, með loforð um flug á morgun, sem þýddi það að við þurfum að redda öðru flugi til Hong Kong. Rútuferðin var ævintýri, þar sem bæði topplúga og farangursgeymsla rútunnar fuku upp í veðrinu og þurfti því að fixa það með tólunum sem voru á staðnum, spítu og þvingum!
Kvöldmaturinn og gistingin á Grand Hótel var fín, þrátt fyrir það við hefðum frekar viljað vera í Júmbóþotu hrjótandi.
Daginn eftir var gerð tilraun 2 til brottfarar. Mætt upp á völl kl 8 og látin standa í röð í rúman klukkutíma áður en einhver frá BA drattaðist til okkar einungis til þess að segja okkur frá því að líklegast kæmumst við ekki af klakanum fyrr en um fjögurleitið, sem var allt of seint fyrir okkur til þess að ná tengifluginu okkar. Eddi var svo eyrna stór að hann náði að hlera nafn fulltrúa BA, Hjördísar, og við skelltum okkur upp í Transit og byrjuðum að plotta flótta okkar. Andrés suðaði gemsanúmer hennar út úr Vallarvinum og við byrjuðum að bögga grey konuna, svo mikið að hún vildi ólm losna við okkur í næstu flugvél BA til Gatwick sem átti að fara kl 13:30!!! Og þá vorum við loksins komin af stað, degi á eftir áætlun.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home