Tuesday, January 30, 2007

Eitt stykki fuglaflensu, takk.


27. desember var frjáls dagur, við vildum öll gjarnan losa okkur við sjóriðuna frá deginum áður og eiga góðan dag. Við Andrés og Eddi skelltum okkur norðu Kowloon skagann aðeins og kíktum á Blómamarkaðinn og Fuglamarkaðinn (þrátt fyrir fuglaflensu hræðsluáróðurinn sem er allsstaðar í borginni og á landamærum Hong Kong). Það var mjög gaman að komast aðeins út úr túrismanum og sjá borgina í öðru ljósi. Fuglamarkaðurinn var spes, þar sem þar safnast saman eldri karlmenn sem eru í göngutúr með fuglana sína í búrum. Þeir hittast og spjalla og kaupa lirfur eða engisprettur handa fuglunum sínum, stórskemmtileg upplifun og ósköp sætt.
Þar sem hingað til hafði strákunum ekki tekist að redda sér jakkafötum eins og planað var, og til þess að redda því skelltum við okkur í miðbæ Hong Kong. Við skriðum um í outletmolli og Marks og Spenser en án árangurs og enduðum því á því að drekkja sorgum okkar á pöbbagötunni.
Næsta dag skoðuðum við gígantískan Búddha sem er staddur hátt í hæðum Lantau eyju. Sú ferð var frábær og endaði meir að segja á KungFu sýningu! Þar sem búið var að ákveða að fara til Guangzhou í Kína daginn eftir, var ákveðið að hvíla sig þetta kvöldið.
Guangzhou var frábær. Þar sá maður aðra hlið á Kína. Við fórum í gegn um stórskemmtilegt markaðshverfi, þar sem verslað var með ótrúlegustu hluti. Við vorum öll með myndavélarnar á lofti og við tókum alveg ógrinni af myndum af öllu og engu. Verðlagið þarna var allt annað en í Hong Kong og því var tækifærið nýtt og verslað í kínabúðunum.
Um fimmleitið barst Gullu sms, með þeim upplýsingum um það að flugfélagið okkar hafi verið að tilkynna 17 tíma seinkun á heimfluginu okkar þann 31. des!!!!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home