Tuesday, January 30, 2007

Kínversk Jól


11 tíma flugið til Hong Kong var enga stund að líða og afslappað, sem var gott eftir hlaupin á Gatwick þar sem var þriggja kukkustunda vopnaleitarröð!! Eftir lendingu í Hong Kong á Þorláksmessu, var hoppað í leigubíl og brunað inní borgina, sem að óneitanlega stórbrotin, ögn leið vegna þess að ekki kom nú allur farangurinn okkar með alla leið, þar sem Grétar og Björk urðu fyrir því óláni að töskurnar þeirra hurfu. Hótel Kowloon beið okkar með glæsileg herbergi og helling af loftræstingu. Veðrið var gott og við skelltum okkur strax í skoðunarferð. Það var augljóst frá byrjun að þarna bjuggu margir en þrátt fyrir allan þennan fjölda var aldrei neinn troðningur. Háhýsin í Hong Kong eru mögnuð og borgin er iðandi af lífi. Morgun Aðfangadags fór í það að leita að veitingastað til þess að eyða kvöldinu á og við fundum einn ansi fínan sem sörveraði okkur 6 rétta máltíð og ansi “jólaleg” skemmtiatriði eins og drykkjukeppni og fleira. Til þess að stytta okkur stundir til klukkan 2 um nóttina, settumst við inn á pöbb við hótelið og sötruðum bjór og brugguðum jólaöl, úr Guinnes bjór, appelsínusafa og kóki. Ekki alveg jólaöl en....eitthvað í áttina.... Klukkan 2 var hlustað á messuna í tölvunni hjá Edda og hringt heim og heyrt í fjölskyldunum. Jóladag var byrjað á McDonalds og svo var ferðinni heitið á The Peak, sem er útsýnisstaður á fjallinu á Hong Kong eyju. Þar sáust háhysi borgarinnar mjög vel.
Annar í Jólum, ferð til Macau. Portúgalska nýlendan var næst á dagskrá hjá okkur og ég verð að segja eins og er að hún olli miklum vonbrigðum hjá okkur öllum. Ekkert nema spilavíti og túristagildrur sem litu út eins og maður væri kominn í Disneyland.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home