Tuesday, December 21, 2004

Já viti menn, fyrsti dagur í jólafríi og ég er strax búin að snúa sólahringnum við! Geri aðrir betur!
Eyddi fyrsta deginum í það að þrífa íbúðina, og það veitti ekki af. Það er alveg ótrúlegt hvað maður er duglegur að safna skít á ótrúlegustu staði. Ég er algjör nörd í þessum málum, vaknaði á hádegi og var búin að plana að eyða fjórumoghálfum tima í það að þrífa áður en ég færi í foreldrahús til að hjálpa til við að baka og borða svo kvöldmat. Og já, ég þreif og ég þreif og ég þreif og ég þreif, eins og litla gula hænan, og þreif svo meira. Eftir fjóranoghálfantíma, var ég ekki einu sinni búin að þrífa allt eldhúsið! KÆSTUR KRÆSTUR MEÐ KROSSI OG ÖLLU! Bæþevei, ég mana ykkur að kíkja í ísskápinn ykkar(allir nema Björk, hef hana lúmskt grunaða að vera með allt under kontrol þar) og kanna hvað af vörunum þar inni eru ekki útrunnar, það kom mér á óvart hversu stórt hlutfall af dótinu mína var bara hreinlega worse after, en ekki best before! Og kryddin, ekkert skárra þar!
Ef ég held svona áfram í þrifunum verð ég búin að þessu í febrúar 2005.
Annars byrjar þetta bara vel, þarf að fara að sækja jólagjöfina hans Andrésar bráðlega, segi ekki hvað hún er hér, því hann kíkir af og til á hvaða óskunda ég er að skrifa hérna(óskundi, skemmtilegt orð, minni mig á Emil og Skunda).
Annars hlakka ég til jólanna, get ekki sagt að mér leiðist þessi árstími.
OG SVO ALLIR Á MILLABALL ANNAN Í JÓLUM!
Mamma vill mambóMAMMAVILLMAMBÓ, pabbi vill mambóPABBIVILLMAMBÓ OG MEIRA AF GOOOOSDRYKKJUM!