Monday, July 31, 2006

Gautaborg og Kaupmannahöfn

Og þá er það ferð númer tvö.

Við lögðum af stað 24 júní, öll 40!! Og þá er ég að tala um hljómsveit, stjórnanda, kennara, fararstjóra og aðrar grúppíur. Allt gekk vel fyrir sig, ferðin áfallalaust, enginn rændur, enginn týndi neinu og aðeins einn lasinn(held reyndar að það hafi bara verið út af spenningi). Fyrstu nóttinni eyddum við á Helsingjaeyri í geggjuðu farfuglaheimili með einkaströnd og alles. Daginn eftir keyrðum við restina af leiðinni til Gautaborgar.

Aðstaðan í Gautaborg var góð, þó svo að þröngt hefðu sáttir mátt sofa. Reyndar verð ég líka að benda á afar nýja og óþægilega tegund af svæðanuddi sem beddinn minn var að bjóða upp á, sem endaði með því að ég svaf með fæturna út úr og höfuðið á stól til þess að forðast ágengt nuddið(lesist marbletti). Formlega hófst mótið í Gautaborg ekki fyrr en á mánudeginum þannig að þennan fyrsta eftirmiðdag eyddum við í að skoða Gautaborg, sem er gullfalleg.

Mánudagurinn var æfintýri!!!!:) Við byrjuðum á því að spila á litlu útisviðið í smá rigningu, sem var í lagi þar sem það var samt heitt úti, en það sem var aftur á móti ekki í lagi var að það var enginn að hlusta á okkur:( Jæja, það var þó góð æfing fyrir keppnina, sem var daginn eftir. Á mánudagskvöldinu var haldin opnunarhátíð sem átti að byrja með rosalegri skrúðgöngu um borgin sem átti að hefjast kl 19:30. Mæting var í srúðgarð bæjarins kl 19:00 og þurftum við að ganga niðreftir......í úrhellisrigningu. Eftir ýmsar tafir lögðum við af stað í skrúðgönguna, í þessarri líka klikkuðu rigningu og marseruðum sem leið lá, í pollum upp á ökla, á svæðið þar sem hátiðin var haldin, ekki var mikil löngun í liðinu til þess að standa lengur úti í rigningunni og horfa á hátíðarhöldin, þannig að við fórum inn að hlýja okkur og úr blautu fötunum.....úfffff. Ég hef persónulega aldrei lent í öðru eins!!!! Krakkarnir voru bara farnir að hlæja út af veðrinu, þetta var orðið svo fáránlegt og við svo fáránlega blaut, það þurfti meðal allars að vinda reglulega úr íslenska fánanum sem fánaberinn okkar var með, þar sem hann varð svo rosalega þungur vegna bleytu.

Þriðjudagurinn gekk vel. Við spiluðum ótrúlega vel í keppninni(þrátt fyrir nokkrar vatnsskemmdir á hljóðfærum frá deginum áður) og heldum upp á það með því að eyða restinni af deginum í Liseberg rússibanagarðinum. Og það var nú gaaaaman!!!

Miðvikudagur hófst á spilamennsku í Liseberggarðinum sem tókst vel. Um kvöldið var svo lokahátið mótsins og var það mikið stuð....við hefðum kannski notið þess betur hefði þetta verið í almennilega loftræstu húsi, þar sem það var mjög heitt úti vorum við að kafna inni....

Fimmtudag brunuðum við aftur til Köben og tékkuðum okkur inn á Amager farfuglaheimilið. Það var soldið út úr, en gott samt, þar sem góðar almenningssamgöngur eru alltaf lykill!!! Seinni partinn klöppuðum við dýrunum í Zoologischehafen Köbenhavn. Mér finnst alltaf jafn gaman í dýragörðum, kannski full gaman þar sem mér var kurteislega bent á það að ef ég hætti ekki sel-eftirhermu minni yrði mér kannski ekki hleipt aftur út úr garðnum....

Föstudag og laugardag spiluðum við tvo konserta, annan við 12 tóna og hinn í Magasin Du Nord, báðir tókust lista vel. 12 tónar voru það yndislegir að leyfa okkur að koma og spila fyrir utan hjá þeim í geggjaða veðrinu þar sem að embassí-ið í Köben hafði gefið okkur langt nef(nánast dónalega). Auðvitað kíktum við í Tívolí í Köben, og mín skellti sér í nýju hringekkjuna. Góðu guuuuuð, þeð var geggjun sem ég geri ekki aftur! Takk samt Gunnhildur, frænka hans Andrésar, fyrir að halda í hendina á mér.

Á föstudeginum var ég reyndar orðin lasin, en hékk hress til sunnudagsmorguns þegar ég gafst upp fyrir pestinni.

Laugardagskvöldið flugum við heim og eftir að hafa rótað öllu dótinu upp í tónlistarskóla brunaði ég í brúðkaup til Lindu og Jóns Tryggva. Var svo heppin að ná í rassinn á veislunni og náði því líka að hitta á brúðhjónin sjálf.

Ferðin var heilmikið púl og vinna, en rosalega skemmtileg. Við vorum það heppin í ferðinni að vera með mjög gott lið af fararstjórum sem að heldu vel utan um allt saman. Það vel að við Kjartan(slagverkskennari) gátum stungið af á pöbbinn og horft á HM leikina á kvöldin, það bjargaði alla vega minni sálarheill!!!!!

Thursday, July 27, 2006

og svo inn á milli ferða....

Eftir heimkomu tók vinnan við á ný...það er að segja að undirbúa Lúðana mína(Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, B sveit) fyrir utanlandsferðina miklu, til Kaupmannahafnar og Gautaborgar þar sem við vorum að taka þátt í Gautaborgarhátíðinni.
Það fer hellings vinna í undirbúning og framkvæmd svona ferðar, þannig að ég hafði nóg að gera eftir Búlgaríu.

Við héldum Lúðrasveitarmaraþon, þar sem hljómsveitin spilaði í fimm tíma, nokkurn vegin samfleitt og þar halaðist inn hellingspeningur þar sem krakkarnir voru búnir að vera rosalega dugleg að safna áheitum. Ég var alveg rígmontin af þeim eftir fimm tíma spilamennsku þar sem við erum að tala um krakka á aldrinum 10 -14 ára. Og engar kvartanir. Andrés var það frábær að koma og spila með okkur síðasta spölinn og krökkunum fannst það alveg geggjað!!!

Og inn á milli ferða kvaddi ég líka Ástu. Nú er hún flutt til Munchen með honum Brynjari sínum. Mér finnst alveg brilliant að þau skyldu skella sér út og óska þeim alls hins besta og ég hlakka helling til þess að hitta þau í ágúst.....

Ferðin til Köben og Gautaborgar verður tvíunduð í næstu færslu og þangað til...

ciao...

Monday, July 17, 2006

Kafli 1. Búlgaría

Jamm, ég var búin að lofa bloggi, en þegar það er frá svo miklu að segja, fallast manni bara hedur....á allt annað en lyklaborðið. Hef ég því ákveðið að tækla málið sistematískt og kaflaskipta frásögnunum. Kafli 1, Búlgaría hljómar svona....:

Fyrsta utanlandsferð sumarsins var til Búlgaríu í tvær vikur, og hvert námkvæmlega í Búlgaríu spyrjið þið, EVERYWHERE. Það er ekki sá hóll né hæð í Búlgaríu sem ég er ekki búin að sjá.

Við byruðum á því að fljúga með kennurum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til Varna, sem er við Svartahafið. Hótelið var á ansi ógirnilegum stað borgarinnar og gaf okkur langt í frá góða mynd af landinu svona við fyrstu sýn. Við Andrés og Berglind og Sigurgeir, sem fórum í hlaupatúr fyrsta morguninn fengum aftur á móti að sjá fallegri hluta bæjarins. Það sem sló mig fyrst var mikil fátækt landsins, eitthvað sem maður fann ekki fyrir á ferðamannastöðunum síðari viku ferðarinnar.

Við ókum svo til Sofíu og margar fallegar minjar skoðaðar á leiðinni. Rútukostur okkar var nú ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, fæ nettan hroll reyndar við tilhugsunina. Því miður var þessi rúta grei-ið ekki alveg að skila okkur alltaf á réttum tíma, þannig að á fyrstu tónleikana sem við áttum að mæta á mættum við klukkutíma of seint. Þetta varð reyndar algilt þema ferðarinnar, alltaf of sein í allt....rútu vegna. Daginn eftir heyrðum við í stórkostlegum kór, Daughters of Orfeus. Þetta átti reyndar að verða mikil kóraferð, nánast ekkert nema kórar sem við fengum að sjá, misgóðir reyndar. Persónulega hefði ég nú vilja sjá meira af brilliant klarinettuleikurum, sem eru víst út um allt þarna, fyrir utan það að horfa bara í spegil:)hahahahaaa.
Eftir Sofíu var farið til Plovdiv, sem að mér fannst mun skemmtilegri borg en Sofía, og fallegri. Þar var mikið af rústum einnig að skoða líkt og í Sofíu en við Andrés vorum nokk búin að fá nóg af rústum, þannig að við dróum okkur í hlé í hitanum og röltum bara við tvö.....og keyptum okkur búlgarska sekkjapípu. Gullfallegt hljóðfæri, þó svo að hundurinn minn sé ekki alveg sammála:) Á kvöldin var spjallað og skrafað og þetta kvöld var farið á spilavítið á hótelinu okkar. Dagný og ég komum út í gróða.....veit ekki með restina af liðinu...tíhíhí.
Þjóðlagaskólinn í Shiroka Luka var skemmtileg heimsókn, en rútugrei-ið var ekki alveg að meika keyrsluna upp í fjöllin þannig að þann dag vorum við orðin 3-4 tímum of sein í allt.....:(
Nessebur, sem er á fornminjaskra UNESCO, voru mikil vonbrigði en hótelið okkar á Golden Sands var geggjað....ótrúlegt, hef aldrei farið á svona flott hótel áður. Nú var bara eftir að kveðja fólkið frá Tónlistarskólanum og fara á okkar hótel sem við vorum á seinni vikuna okkar í Búlgaríu.

Ég var afskaplega fegin að vera viku lengur, því það þurfti helling bara til þess að jafna sig á þessarri keyrslu allri eftir fyrstu vikuna. Við fengum mjög fínt hótel, með spa-i og alles. Veðrið var fínt og staðurinn þokkalegur, en einum of mikil túrista gildra fyrir minn smekk. Þannig að við Andrés vorum dugleg í því að taka strætó til Varna til þess að komast í alvöru lífið og mun ódýrara andrúmsloft. Við vorum heppin líka í því að vera í góðum félagsskap síðustu vikuna þar sem að nokkrir kennarar voru eftir af hópnum, eins og við, og svo kom léttsveit tónlistarskólans líka út og var með okkur í viku.
Ferð til Istanbul hafði verið á kortinu, en eftir svona rosalega rútusetu fyrri vikuna okkar þarna úti, ákváðum við að hlífa rassærum okkar við þannig ferð.

Lokaorð....mæli ég með Búlgaríu...mmmm. Golden Sands : nei Sofíu og Plovdiv : jahahá!!!