Thursday, July 27, 2006

og svo inn á milli ferða....

Eftir heimkomu tók vinnan við á ný...það er að segja að undirbúa Lúðana mína(Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, B sveit) fyrir utanlandsferðina miklu, til Kaupmannahafnar og Gautaborgar þar sem við vorum að taka þátt í Gautaborgarhátíðinni.
Það fer hellings vinna í undirbúning og framkvæmd svona ferðar, þannig að ég hafði nóg að gera eftir Búlgaríu.

Við héldum Lúðrasveitarmaraþon, þar sem hljómsveitin spilaði í fimm tíma, nokkurn vegin samfleitt og þar halaðist inn hellingspeningur þar sem krakkarnir voru búnir að vera rosalega dugleg að safna áheitum. Ég var alveg rígmontin af þeim eftir fimm tíma spilamennsku þar sem við erum að tala um krakka á aldrinum 10 -14 ára. Og engar kvartanir. Andrés var það frábær að koma og spila með okkur síðasta spölinn og krökkunum fannst það alveg geggjað!!!

Og inn á milli ferða kvaddi ég líka Ástu. Nú er hún flutt til Munchen með honum Brynjari sínum. Mér finnst alveg brilliant að þau skyldu skella sér út og óska þeim alls hins besta og ég hlakka helling til þess að hitta þau í ágúst.....

Ferðin til Köben og Gautaborgar verður tvíunduð í næstu færslu og þangað til...

ciao...

1 Comments:

At 12:14 PM, Anonymous Anonymous said...

Jeijjj þú stendur þig vel Helga.
Aðdáandi nr. 1

 

Post a Comment

<< Home