Wednesday, April 19, 2006

Páskarnir

Jamm, þeir eru sko búnir. Mikið var nú gott að komast í þetta frí, þó svo að maður hafi verið raddlaus og legið í rúminu allan tímann.
Planið var að hlaupa daglega og koma meðalhraðanum hjá mér upp á hærra stig, en í staðin voru aðeins sett hraðamet í horframleiðslu og hnerraþrusum....jú og hrotum eins og eiginmaðurinn getur vitnað um(þó svo að hann hafi nú ekki kvartað undan raddleysinu :Þ)

En núna eru páskarnir búnir og maður er farinn að vinna aftur. Í dag er rosaæfing hjá lúðrasveitinni, þar sem við ætlum að dreifa úr okkur á fjölförnustu götu bæjarins á annatíma og æfa marseringu, hvort sem áhorfendur vilja það eða ekki! Það er að sjálfsögðu verið að æfa fyrir morgundaginn, sem er Sumardagurinn fyrsti, einhverra hluta vegna er hefð fyrir því að vera með skjálfandi lúðrasveit eltandi skjálfandi skáta úti í hrollkulda á þessum degi. Í fyrra misstum við nánast bassatrommuleikarann okkar, hann fauk!!!!!!!
En þetta er alltaf spennandi, að sjá hvernig fer, hvort það snjói, hver týnir nótum eða klemmu....og svo framvegis.

Gleðilegt sumar....brrr.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home