Friday, March 10, 2006

Póker og hlaup! Hrærið varlega saman....

Já, ólíkir hlutir en samt hlutir sem flæddu inn á heimili mitt síðasta ár (pókerinn reyndar sumarið 2004 á Krít, nánar tiltekið, og allt Edda að kenna/þakka).

Póker! Ójá, þessi ósiðlegi fjáhættuleikur er kominn á heimili mitt með offorsi. Við hjónin gerum okkar besta að bjóða saklausum vinum, helst blautum bak við eyrun, til þess að rýja þau inn að skinni. Neinei, kannski erum við ekki svona miklir hákarlar en..... Pókerspilunin er reyndar upp á pening, ekki segja löggunni, en ekki eru þó verulegar upphæðir í gangi. Það er reyndar meira um sært stolt eftir hvert kvöld, frekar en sært veski. En alltaf gaman!!! Viljið þið vera með?

Hlaup! Já, þennan hlut hefur maður vísvitandi ekkert verið að tala um opinberlega, alla vega ekki við marga. Kannist þið ekki við það að vera með góða hugmynd í kollinum og tala hana svo til dauða, þannig að ekkert gerist í málunum. Þannig var ég hrædd um að þessi hugmynd endaði. Í febrúar 2005 ætlaði mín sko að taka sig á og verða tannstöngull fyrir brúðkaupið sitt. Fór að sjálfsögðu og keypti kort í líkamsrækt og hét sjálfri sér að nú yrði sko eitthvað gert í málunum. Eins og flestir vita og kannski sáu, gerðist nú ekki mikið(lesist ekkert). En í Júlí, alveg upp úr þurru fór mín að fara að hlaupa með Birtuna(Il Voffó). Og viti menn, þar var einhver fýkn sem ég var ekki búin að ánetjast, en er búin að því núna. Ég er búin að vera að hlaupa í 8 mánuði núna og er komin í pakkann, farin að spá í réttu skónum, elektrolíðadrykkjunum, lesandi hlaupabækur og haldandi utan um hraða og lengdarmet eins og vitleysingur. Ég fer oft í viku og reyni að fara ekki skemur en 5 kílómetra í hvert skipti. Og hana nú!!!! Nú er ég búin að hneyksla svo marga, held ég... Ég minnist nú bara saumaklúbbar um daginn þar sem hlaupaumræðan bar á góma og ég sökk niður í sæti mínu og þorði ekki að verja umræðurnar.....en nú er ég komin út úr skápnum.......JÁ, ÉG ER HLAUPARI!!!

4 Comments:

At 7:26 PM, Anonymous Anonymous said...

Ha??? Hvað er í gangi? Var ég í þeim saumó? því ekki minnist ég umræðunnar. Er annars stolt af þér Helga. Vildi að ég væri háð einhverju svona.

 
At 9:10 AM, Blogger Helga'Netta said...

Umræðurnar voru aðallega um aukaverkanir hlaupa....sigin brjóst og þess háttar..tíhí : )

 
At 5:37 PM, Anonymous Anonymous said...

Já nú man ég. :D

 
At 10:00 AM, Blogger Torfi said...

Verð að segja að mig hlakkar til að láta rýja mig inn að skinni! Ég er nefnilega lúmskt naskur í póker og ætla sko að mæta í næsta pókergigg og taka "double bluff" á þetta... bluffa bluffarana!

Kannast við hlaupafíknina. Bjó í eitt og hálft ár með hlaupafíkli! Hún var svo slæma að strætóbílstjórarnir voru farnir að heilsa henni með flauti þegar þeir sáu hana hlaupa (hún hljóp sama hringin 5 sinnum í viku).

 

Post a Comment

<< Home