Monday, July 11, 2005

Jæja, þá er maður búinn að skoða Munchen. Það er eitthvað sem ég mæli bara fast með að flestir geri, sér í lagi ef bjóráhugi er mikill.
Borgin er líka falleg og iðaði öll af lífi á meðan við Andrés vorum þar í þessa 6 daga. Tilvalinn staður til þess að setjast að á og safna í eina væna bjórvömb.

Það var algjör tilviljun að við Andrés skelltum okkur til Germaníunnar. Við vorum búin að vera að leita af fullkominni afsökun til þess að stökkva upp í flugvél og bruna til Grétars og Bjarkar, og þegar KURRYKETSCHUP-in kláraðist var komin stórgóð ástæða til fararinnar til að fjárfesta í annarri. Því miður gleymdist að kaupa hana úti, held að þessi stórgóði bjór hafi nú eitthvað sljófgað huga okkar......

Það var æðislegt að fara að hitta hjónakornin, Grétar og Erlu Björk, í Muncen. Afskaplega mikið spjallað og rætt, sem er alltaf gaman. Þau eru snilldar gestgjafar og sýndi Erla Björk okkur borgina eins og innfæddum er einum lagið. Við skoðuðum höllina í miðborginni, og það er eitthvað sem ég mæli sko með....þvílíkt flott. Og að sjálfsögðu voru nokkrum bjórgörðum gerð skil.

Ég er mikið að pæla í því að fara út í ferðamannabransann eftir þessa ferð. Ætla að vera með svona "kulinair"ferðir. Etið og drukkið, yrði það eina sem gert yrði af viti í þeim ferðum. Og svo svona góða bjórferð, byrja í Belgíu og hita fólkið upp á belgískum/hollenskum bjórum og fara svo til Munchen og troða í fólkið þar Brezn(bretzel) og Augustiner........

1 Comments:

At 2:40 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég myndi að sjálfsögðu mæta í þessa ferð, hljómar bara vel. Ég var að skoða myndirnar frá heimsókninni ykkar í gær og á þeim var alltaf e-ð góðgæti í hönd ;o)

Takk enn og aftur fyrir heimsóknina!!

Luv, Björk.

 

Post a Comment

<< Home