Tuesday, April 26, 2005

Tókuð þið eftir sumrinu????
Það réðst bara inn eins og brjálæðingur með sól út um allt og öskrandi fuglum á hverri grein....sé þetta alveg fyfir mér. Í mínum huga er greinin alveg stöppuð af afar þybbnum fuglum sem eru að syngja hver ofan í annan eins og hetjutenórar........og eins og góðri teiknimynd sæmir, eftir má stund................SNAP (greinin það er að segja)! Tíhíhí. Já sumarið er bara komið. Það meiraðsegja mætti þetta árið bara á sumardaginn fyrsta....

Ég spáði því í fyrra að það sumar yrði geggjað....og viti menn....þannig að í ár segi ég bara, þetta sumar verður það allra besta! Ég veit að það verður það og það er alveg sama hvernig veðrið verður.....einfaldlega bara af þvi að ég er að fara að gifta mig.

Já, þetta sumar verður fullt af góðri tónlist, góðum útilegum/bústaðaferðum, góðum teitum af og til, góðri júróvisjón!!!, góðu þrítugsafmæli makans, góðri vinnu, góðum mat, góðri brúðkaupsveislu og síðast en ekki síst fullt af góðum vinum!!!

4 Comments:

At 2:48 PM, Blogger Freyr said...

Wúhú gifting!
Muna að setja mig á sama borði og allar sætu vinkonurnar sem eru á lausu ;)

 
At 10:00 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér skilst reyndar að veðrið verði best hérna á meginlandinu, nánar tiltekið í bjórgörðum Münchenarborgar og allir velkomnir....

 
At 8:02 PM, Blogger Helga'Netta said...

Arghhhhh nú froðufelli ég.....bjór-froðu-felli mohaaha. Þú veist vel að mig dauðlangar, en það er búið að kaupa brúðkaupsferðina. Hún verður farin til NEW YORK!!!!!!!

 
At 5:53 PM, Anonymous Anonymous said...

úúúúúúúúúúú speeeeeeeeeeeennandi :o)

kv. Björkí.

 

Post a Comment

<< Home