Tuesday, November 30, 2004

Jæja! Nokkurskonar skoðanakönnun í gangi núna og allir að svara! 'OKEI?!??!?

Þetta eru svona nokkrir hlutir sem að fólk hefur ekki alveg sama smekk fyrir en oft hefur maður hitt fólk sem er með sterkar skoðanir á, svo sem á eftirfarandi:

Á grjónagrautur að vera með rúsínum eða ekki???????
Persónulega finnst mér grjónagrautur ekki vera grjónagrautur nema hann sé með rúsínum.

Hvort segir maður tómatur eða túmatur??????(þessi er fyrir þig mamma)
Þegar stórt er spurt....

Hvort á klósettpappírsrúllan að vera hægra megin eða vinstramegin við þig þegar þú situr á klósettinu???????
Þessi er ekki þyrnir í mínum augum, get persónulega teygt mig í báðar áttir. Og meiraðsegja fram fyrir mig, eða aftur, ef hún er staðsett þar....

Malt og appelsín blandan, í hvaða hlutföllum á hún að vera???????????
Hún má bara vera fiftíiftí í mínum augum, hálftglas malt og hálft glas appelsín. Og hana nú sagði hænan.

Talandi um það, hvort á að hella fyrst, maltinu eða appelsíninu??????
Nei, þetta er ekki eitthvað sem hefur verið rætt á mínu heimili, er bara að kanna hvort að það sé mál á ykkar heimili.

Hvaða bjór er bestur?????????
Nauðsynlegt að fá svarið við þessarri á hreint. Helgan vill GROLSCH, STELLU eða TIGURINN, ekkert annað helvítis sull. Helst að fá GROLSCH-inn líka með réttum framburði þegar hann er borinn fram(og borinn fram)hahahahahaaa.......mífönní.

Vinsamlegast gefið mér ykkar skoðun á þessum stórmálum. Og endilega lika að varpa fram ykkar furðulegu vafamálum.

þangað til næst.....ég vil líka endilega minna alla á ballið annaníjólum megastuð eins og vanalega og allir að mæta og ég líka og andrés líka og allir....ha!


5 Comments:

At 11:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Ekki alveg sammála öllu...

Á grjónagrautur að vera með rúsínum eða ekki???????
Að sjálfsögðu með rúsúnum og já endilega að sjóða þær með svo þær séu útbólgnar og djúsí.

Hvort segir maður tómatur eða túmatur??????(þessi er fyrir þig mamma)
Jú, það er bara tómatur.

Hvort á klósettpappírsrúllan að vera hægra megin eða vinstramegin við þig þegar þú situr á klósettinu???????
Sko, Helga mín. Það er HÆGRA MEGIN!!!

Malt og appelsín blandan, í hvaða hlutföllum á hún að vera???????????
40/60 malt og appelsín. Fyrst malt. Annars er bara blandan hjá Egils í nýju hálfslítra dósunum bara alveg brilliant og má nota sem sýnishorn um smekk minn.

Hvaða bjór er bestur?????????
Ekki spurning: PALM! Það bara er ekki til betri bjór, og takið eftir Palm er BJÓR, ekki pilsner!!!
Verðum að fara að koma honum til Íslands.

Svo mæta bara allir annan í jólum! Andres.

 
At 11:53 AM, Blogger Torfi said...

Grjónagrautur er jafn góður með eða án þó ég hafi oftast fengið hann án rúsína af því að mömmu finnst þær vondar. Ég sakna grjónagrautsins. Greindist með mjólkursykursóþol og má helst ekki borða grjónagraut :(

Ég hef aldrei heyrt neinn segja túmatur... EVER... og skora á þig að finna það orð í orðabók!! :)

Spurningin með klósettrúlluna er kannski frekar hvort rúllunni er stillt upp til að snúast að þér eða frá þér þegar þú togar í endan á pappírnum!!! Það er hrikalegt þegar rúllan snýst frá þér!!

60% malt, 40% appelsín... en mér finnst það megi líka þynna appelsínið smá með kóki... svo 60% malt, 30% appelsín og 10% kók :). Maltið fyrst.

Oh, ég kemst í jólaskap við að svara svona spurningum :)

 
At 1:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Á grjónagrautur að vera með rúsínum eða ekki???????
Því miður vill maðurinn minn ekki rúsínur í grautinn þannig að ég þarf að setja þær út á diskinn, mér finnst þær bestar soðnar og djúsí

Hvort segir maður tómatur eða túmatur??????(þessi er fyrir þig mamma)
Þegar stórt er spurt....
Ég ætti nú eiginlega ekki að svara þessari spurningu þar sem ég get átt yfir höfði mér útskúfun úr fjölskyldunni, en geri það samt sem málfræðingur í kafi í orðabókum... "túmatur" fyrirfinnst ekki í orðabók, eitt dæmi er um það í ritmálsskrá háskólans, þrjú á Google og tólf í annarri beygingarmynd (hjá sama fólkinu og skrifar "pilsa" (pylsa)). Þetta bendir til þess að einungis örfáir Íslendingar þjást af rauðaldinskynvillu eða Ketchup Disorder.

Hvort á klósettpappírsrúllan að vera hægra megin eða vinstramegin við þig þegar þú situr á klósettinu???????
Mér er nú alveg sama hvar rúllan er en hún VERÐUR að snúa að mér, ég skil ekki hvernig fólki dettur annað í hug.

Malt og appelsín blandan, í hvaða hlutföllum á hún að vera???????????
Aldrei verið mjög hrifin af þessu, en hef drukkið þetta meira á síðari árum, 2/3 appelsín 1/3 malt og þá skiptir ekki máli hvort kemur á undan

Hvaða bjór er bestur?????????
Í Viðundrunum (útskriftabók MH) var nú skrifað Þóra "Becks" en það hefur nú eitthvað breyst því ekki hef ég drukkið þann bjór í mörg ár. Ég sammála þér Helga með Grolsch (með réttum framburði), Stellu og Tiger en svo er ég alltaf hrifin af Fosters

Svona eitt til viðbótar.
Kannist þið við þetta, eða er ég svona skrítin? Ég þoli ekki að fá krem eða handáburð á milli fingranna, þarf yfirleitt alltaf að þvo mér um hendurnar eftir á (sem gerir handáburðinn yfirleitt tilgangslausan)

Læt ekkert uppi um aðra sérviskutakta hjá mér í bili.
Þóra "máfkona"

 
At 5:34 PM, Blogger Helga'Netta said...

hef ekki orðið vör við þetta með handáburðinn á milli fingranna en hef samt heyrt um fáránlegri hluti þegar kemur að sérvisku...
Það er nefninlega til ung kona sem getur ekki skorið papriku, vegna hræðslu sinnar við vað gæti verið innan í henni. Hún er hrikalega hrædd við litlu paprikurnar sem byrja stundum að vaxa innan í paprikum og hefur því ekki getað skorið þær í mörg ár. Þetta finnst mér sooooldið skrýtið.

Er sammála síðustu ræðumönnum, klósettpappírinn verður að snú að manni, annað er bara siðleysa, það eru svona hlutir sem skilja mann frá apa(og kannski það líka að api notar hlutfallslega minna af klósettpappír en maðurinn)

 
At 9:59 AM, Blogger Freyr said...

Á grjónagrautur að vera með rúsínum eða ekki???????
Sko, rúsínur eru fínar útaf fyrir sig, en þegar búið er að elda þær þá er þær hinn mesti viðbjóður...svona eins og hor með húð utaná, *hrollur*

Hvort segir maður tómatur eða túmatur??????(þessi er fyrir þig mamma)
Þetta er nú bara fáránlegt.

Hvort á klósettpappírsrúllan að vera hægra megin eða vinstramegin við þig þegar þú situr á klósettinu???????
Your other left. Nei annars skiptir það ekki máli, bara að pappírinn snúi út.

Malt og appelsín blandan, í hvaða hlutföllum á hún að vera???????????
Meira meira malt, meira malt meira fjörefni. svona 65/35 - 70/30, malti í hag.

Talandi um það, hvort á að hella fyrst, maltinu eða appelsíninu??????
Bæði á sama tíma að sjálfsögðu.

Hvaða bjór er bestur?????????
Stórt er spurt. Ég skal ekki nefna neina eina tegund, þar sem ég prófaði líklegast 100 nýjar tegundir af bjór í USA á síðasta ári. Ég vir frekar bara nefna flokk, en það eru hveitibjórar. Enn sem komið er fíla ég Erdinger best af þeim, en maður á jú eftir að prófa alla hina 70,000 tegundir bjóra.

 

Post a Comment

<< Home