Tuesday, October 12, 2004

AAAAAaaaaaaaaaaagggggggghhhhh(slefa út á kinn og allt saman)
Ég fór að ráði þínu BjörkíBimbó(Erla Björk) og kynnti mér KEANE og viti menn, slefa út á kinn. Takktakktakk kæra Björkí, alltaf gaman að finna svona nýjar plötur sem að maður fær bara ekki nóg af.

Í kjölfarið á því fór maður að hugsa, hvaða plötur hafa haft svona áhrif á mann inðepast!

R.E.M - Automatic for the People Ég gat ekki fengið nóg af þeirri plötu í den. Maður þyrfti að dusta af henni rykið.....

Radiohead - OK Computer Þar var nú líka slefa út á kinn....lengilengilengi og er enn í dag. Heyrði einmitt viðtal við söngvara hljómsveitarinnar um daginn og hann var að tala um þegar þeir voru að koma henni út í dreifingu fyrst.....hann var víst alltaf með þessa sannfæringu bak við eyrað að fólk myndi vera slefandi yfir henni.

The Beatles - The White Album Ummmmm

Smashing Pumpkins - Siamese Dream Það var á tímabili sem ég gat ekki gert neinn skapaðan hlut nema að þessi væri undir geislanum. Þessi er geggjuð, ætti að vera til á öllum heimilum.

U2 - Josua Tree Þetta er frá æskudögunum. Gargandi snilld á vynilnum hjá Núma bróður.

Tom Waits - Closing Time Angurvær, textarnir heillandi og bara ....það að píanóið er skemmtilega falskt, stútfull af karakter.

Led Zeppelin - Led Zeppelin II Allt honum bróður mínum að kenna að mín æska var full af U2 og Led Zeppelin. Come to think of it....kærar þakkir brósi fyrir að halda mér frá ruglinu(Stjórninni...og öðru)

Pixies - Dolittle Klassík....

Elvis Presley - Aloha from Hawaii Mjaðmahnykkir, bartarnir, sexappílið, búningurinn og þessi rödd......ó mama...

Jane's Addiction - Ritual de lo Habitual Klikkaður bassaleikari (Eric Avery) klikkaðar laglínur, klikkaður söngvari what is there not to like.......

The Cure - Greatest hits Slefslefslefsleformslef(hvað er það samt með manninn, hann er búinn að vera að nota varalit í öll þessi ár, en samt tekst honum ekki ennþá að setja varalitinn snyrtilega á .......!?!?!?!)

Tori Amos - Scarlet's Walk Þessi diskur er hennar besti, að mínu mati. Ég er alveg annálaður aðdáandi hennar, búin að fylgja henni alveg frá byrjun. Ég missti af henni þegar hún kom hingað til Íslands, og var að fylgja eftir Little Eartquakes, en náði henni í Rotterdam á geggjuðum tónleikum, þá með Scarlet's Walk. Mér finnst hún alveg ótrúlegur tónlistarmaður, og geggjað tónskáld.

og svo

The Cardigans - Gran Turismo Þessi diskur er alveg tilvalinn þegar maður er að krúsa á langferðum.....svona eins og maður gerði hérna um Evrópu eitt sinn eða tvö. Passar svo vel við malbik og pissustopp.

Ef einhver hefur einhverju við þennan lista að bæta, ekki hika við að setja ykkar framlag í comments.... það er alltaf svo gaman að uppgötva góða tónlist!!!!

P.S. Já, ég skal reyna að fara að gera eitthvað í þessu slef vandamáli mínu........

4 Comments:

At 9:57 AM, Blogger Freyr said...

Red Hot Chilli Peppers - Blood Sugar Sex Magic
Hvert einasta lag á þessari plötu varð bara instant klassiker, Under the Bridge, Breaking the Girl, Give it Away, o.s.frv.
Annars þá fór ég á Keane á tónleikum um daginn hérna í kanarassgati og jújú þeir eru flottir. Svakalega þétt band sérstaklega miðað við það að þeir eru bara með trommur, söng og hljómborð. Mér sýndist(heyrðist) hljómborðsleikarinn bara nota það sem píanó (ekki synth), þó held ég að dýpra registerið hafi verið ýkt til að bæta upp fyrir bassamissinn. Sviðsframkoma var nokkuð góð, en þar fór hljómborðsleikarinn alveg á kostum. Ljósasjóið var flott, en byggðist aðallega á því að beina ljósum að þeim sem var í forgrunni á þeim tíma (píanósólo, surprise surprise, allir í myrkri nema klikkaði píanóleikarinn).

 
At 10:20 AM, Anonymous Anonymous said...

Frábær listi og góð hugmynd. Gaman að þér skuli líka Keane, þetta er svona "happy song" hjá mér núna, bara er alltaf í rífandi stuði og slefandi eins og þú þegar ég set þetta á! Má samt ekki spila þetta lengur þegar G er heima því hann er hræddur um að fá leið.... Slefaði enn meira þegar ég las lýsinguna á tónleikunum þeirra í kommenti hér fyrir ofan, lukkugrís þessi Freyr :o)

 
At 11:47 PM, Blogger Helga'Netta said...

Já, Blood Sugar Sex Magic er snilld líka, alveg rétt. Skil ekki hvernig hún fór fram hjá mér....

Ég gleymdi líka Primal Scream - Screamadelica og Happy Mondays - Pills, thrills and bellyaches.

Endilega fá fleiri ábendingar!!!!!!

 
At 7:09 PM, Blogger Helga'Netta said...

já ég gleymdi líka Blonde Redhead.....duhhh...

 

Post a Comment

<< Home