Monday, April 26, 2004

Indverskur matur. Þvílík snilld þar á ferð.
Síðastliðna daga hefur ekki mikið annað komist fyrir á lystarmatseðli mínum. Var með góða vini í mat(ekki í matinn) á föstudaginn var, og bauð þeim upp á indverska rétti sem ég var búin að finna á netinu og nóta bene elda í nánast tvo daga. Og viti menn, þetta var bara þrusu gott á bragðið, meiraðsegja svo gott að þegar ég er að hugsa um þetta núna, þá fæ ég vatn í munninn. Þarf einmitt að fara að finna fleiri fórnarlömb til þess að elda fyrir og prófa nýja indverska rétti á.
Það er algjör himnasæla hvað þessir Indverjar eru búnir að finna upp á með notkun krydda og jurta. Algjört bragðhimnaríki. Ég gæti alveg hugsað mér að flytja þangað og fá svona á hverjum degi!!!!!!!!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home