Friday, February 06, 2004

hei vá, það kom bara strax föstudagur. Það þarf að vara mig við þegar svona gerist....þegar vikan ákveður bara að taka kipp og sleppa úr nokkrum dögum.
Tónleikarnir gengu þokkalega, held bara að við fáum fína dóma fyrir þá, svo er teitið í kvöld(eftir tónleika teitið sem er vanalega strax eftir tónleikana en er núna, vegna þess að í dag er föstudagur en ekki þá því þá var bara þriðjudagur), held bara að við fáum fína dóma fyrir það líka. Er að hita upp fyrir það, sötra bjór og láta mig dreyma um að einhver eldi handa mér humarpasta og klikkað hvítlauksbrauð. Sjeensinn að það gerist einhverntíman, þann dag mun ég sjúga feitt hross og vera bara ánægð með það. Ætli ég verði ekki bara að stíga á fót og gera það sjálf.
hm, Þorrabjór frá Egils...jú, þetta er bara þokkalegur mjöður.
Það var soldið skemmtilegt að vera að spila aftur með gömlum félögum, þer eru flestir bara þokkalega fínir félagar. Það er hópur af liðinu samt núna úti að læra og þannig að hópurinn eins og hann var er bara ekki eins. En engu að síður, gaman að hitta liðir, gamla tónó í rvík liðið. Í góðu nostalgíukasti sakna ég ykkar verulega, þessa hóps sem var og hét þegar var verið að stofna Blásarasveit Reykjavíkur, stollt af ykkur krakkar......snuftsnuft.
jæja, komin tími að sötra meiri mjöð og renna á snepilinn ásamt góðum vinum. Skál

0 Comments:

Post a Comment

<< Home