Sunday, February 01, 2004

jæja, helgin að verða búin. Samt ekki fyrr en ég er búin að fara á æfingu. Við skötuhjúin hér erum að spila núna þesa dagana með Blásarasveit Reykjavíkur. Það eru tónleikar á þriðjudag á Myrkum Músíkdögum. Þetta verða afar áhugaverðir tónleikar, meðal annars sem við spilum er flottur konsert eftir Stravinsky.
Annars get ég ekki sagt að ég sé mánudagsglöð manneskja, er í stórum hópi þeirra sem að óska þess að helgin sé einum degi lengri. Mánudagar eru samt ekki slæmir hjá mér, ég er með fína nemendur á mánudögum og hef minn vinnudag ekki fyrr en eftir hádegi (þó svo að ég vildi svo heitt vera að vinna frekar frá átta til fjögur-fimm) maður á samt ekki að vera að kvarta neitt, setja upp Pollýönnugleraugun og rölta um með bjartsýna og fallega sýn á daglegt líf. Maður er þó alla vega með vinnu til þess að fara til, til þess að geta tuðað um þegar maður er búinn í henni og líka til þess að borga þessa reikninga sem að gubbast inn um lúguna og maður tuðar um einnig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home