Sunday, February 01, 2004

Mikið búin að vera með komplexa þessa dagana. Aðallega út af göfum, eða því að skipta gjöfum. Þannig er mál með vexti að við maðurinn fengum innflutningsgjafir frá mágkonu minni og manninum hennar. Kastara í loftið í stofunni hjá okkur. Kastararnir voru sérvaldir fyrir okkur, út frá því ljósi sem við áttum fyrir og vorum búin að setja upp í íbúðinni. Kastararnir líktust jú því ljósi sem var uppi, en að mér fannst, engan vegin passa inn í íbúðina. Þegar við fengum gjöfina, fann ég mig knúna að dásama ljósin og allt það, eiginlega allt annað en að segja að mér fyndust þau ekki fín í íbúðina.... En svo loksins eftir svona viku eftir að við fengum þá, tókst mér að gubba því upp við manninn minn að mér fyndust þau ekki passa. Þannig að við skiptum þeim, og nú vorum við að sýna mágkonu minni það sem við fengum í staðin og ég enn með samviskubit að hafa skipt þeim. Fáránlegt ég veit það og ekki bara það heldur líka að geta ekki sagt frá því að mér fyndust ljósin bara alls ekki passa, hvern myndi það nú særa....???
Já ég er illi, þá er það komið á blað...
Við fengum fín ljós í staðin, þau passa miklu betur.
Og hvaða ályktun getum við dregið af þessari sögu minni......jú, ekki vera illar því það ríma svo mörg ljót orð við það, eins og tillar og "Thriller"(Michael Jackson og allt það mess).

0 Comments:

Post a Comment

<< Home