Wednesday, February 11, 2004

Íslensk kökuboð, þau eru það besta í heimi.
Ég er ekki að djóka, við ættum að keppa í þessu. Á þessu sviði er barasta engin samkeppni, get ég sagt ykkur. Afmæli, fermingar, brúðkaup og skýrnir, þetta eru tímamót, steypt í majones og rjómaskrauti. Mér finnst þetta æðislegt, fara úr afmæli(eins og það sem ég er að koma úr núna, hjá tengdó), pakksödd af frábærum marenstertum og rækjusalatsbrauðtertum, svo södd að ég er eiginlega of södd. Og það er eiginlega sama í hvaða tertuteiti maður fer í, það er alltaf búið að útbúa og baka fyrir allavega tvöfallt þann hóp sem boðið var, svona til vonar og vara, slæmt ef fleiri koma og ekki er til nóg handa öllum.
Reyndar hef ég ekkert á móti afgöngum, sérstaklega ekki af þessum toga....
En stundum finnst mér þetta fara út í öfgar. Eins og eitt sinn, er góð hljómsveit sem ég spilaði eitt sinn með, hélt upp á afmæli sitt og bauð meðlimum í veislu þá var boðið upp á þessar líka geggjuðu brauðtertur af öllum stærðum og gerðum og BJÓR með. Hvað er rangt við þessa mynd? Jú, eins og ég komst að, þá fara bjór og majonesbrauðtertur ekki vel saman.........sérstaklega ekki mikið af bjór og majonesbrauðtertur!
Ég segi bara að lokum, ég vona það að mér takist einhverntíman að mastera þessa list að búa til hina fullkomnu hnallþóru og vel girnilega majonesbrauðtertu, og senda alla þá sem þora í mín kökuboð, vel sadda og sæla eins og ég er núna.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home