Monday, February 09, 2004

Jæja, er smá sár í sneplinum eftir föstudagskvöldið, það var nú þokkalega vel tekið á því þá. Alltaf gaman af þessu samt.
Mætingin í teitið var nú heldur dræm fyrri hluta kvölds, en svo rættist úr þessu seint og síðar meir. Og að venju var skammtað vel af veigum og allskonar öðru góðgæti og meðlæti. Svo þegar búið að innbyrgja gott magn af áfenginu, hófst munnræpuflóðið mikla. Allir höfðu skoðanir, á öllu. Það var spjallað um Svarta Lista Sukovsky´s og Helgu Ingólfs. Listaháskólann og tónlistarlíf í landinu, baslið sem við nýútskrifuðu tónlistarmenn þurfum að standa í. Ekkert smááá háfleygar umræður. Stórskemmtilegt þrátt fyrir það.
Næsti dagur var ekki eins ljúfur, byrjaði reyndar vel, svo lengi sem ég hreyfði mig ekki mikið. Svo komu foreldrar mínir og sátu hérna yfir mér og hlóu, skil þau alveg, þau sögðust hafa verið að sjá nýja liti, og það bara á andlitinu á mér. Svo skutluðu þau mér í RVK til að sækja bílinn minn, sem ég skildi eftir kvöldið áður. Smá tremmi á leiðinni inneftir. Þegar ég steig inn í minn eigin bíl, fann ég að þetta var ekki alveg að ganga svo að ég þurfti að skilja soldið af magainnihaldi mínu eftir á bílastæðinu. Ekkert mikið, en jeez hvað mér leið miklu betur á eftir og ég var vel ökufær eftir þetta.

Svo kom maðurinn heim í gærkvöldi, frá Milanó. Það var víst ekkert smááfalleg borg, væri alveg til í að kíkja þangað einhverntíman. Alltaf gott að fá hann heim, segi ekki annað en það að ég svaf ekkert smááá vel í nótt. Það er svo gott að hafa hann þarna hinu megin í rúminu, maður er bara orðin svo vanur því að geta rúllað sér yfir þegar manni er orðið kalt...... Já ég er húkt á manninum mínum.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home