Thursday, April 15, 2004

Þá er páskafríið búið. Það var nú leitt. Ég gerði mitt besta í því að gera ekki neitt í fríinu og held bara að mér hafi tekist ágætlega til. Jú, ég gerði að sjálfsögðu eitthvað, svaf og borðaði og horfði á sjónvarpið og þess á milli skrapp ég á Gústavsberginn til þess að gera það sem gera þarf þar. Ég lýg nú pínulítið að hafa ekki gert neitt, ég lærði nýtt spil í fríinu. Risk. Stórskemmtilegt spil það, alheimsyfirráð eða dauði. Gengur út á það að sanka að sér herjum og löndum og klára verkefni sem maður dregur sér í byrjun spils. Mér gekk svona þokkalega í þessu spili, skaut sjálfa mig þó nokkrum sinnum í fótinn eins og gengur og gerist með mig en hafði þó af þessu öll allmikið gaman. Eftir þrjú heil kvöld í Risk fór ég að skilja hvað er að reka Bush áfram í þessum stríðsrekstri sínum, hann er bara í Risk, með örlítið stærra leikborð og heri í raunstærð. Hann er bara orðin húkkt á þessu eins og ég.
Núna er planið að fara ferð og finna sér spil. Kaupa kannski útgáfu sem á að gerast í geimnum, eða eitthvað annað spennandi. Þá vil ég endilega sjá einhverja góða og skemmtilega koma í heimsókn til mín og kallsins og spila við okkur........... Svo getum við líka spilað eitthvað annað ef þið eruð ekki í stuði að vera alltaf að drepa mann og annan......!?!?!?!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home