Thursday, October 28, 2004

Jæja, þá er "fun"-nið búið.

Get ekki sagt að mér hafi leiðst á þessarri tónlistarhátíð...haaaa. Nei fullt af listamönnum sem hægt var að fá góðan fíling frá. Kryf ég nú hegðun og atferli mitt(og manns míns) á þessarri fínu hátið.

Fimmtudagskvöld. Við ákváðum að kíkja og kanna staðina og stemminguna. Sáum hana Eivöru Pálsdóttur á Nasa. Hún var að "performa" ásamt einhverjum enskumælandi Billy Múskúmawhatever(hef ekki grænan gruuun um hvað maðurinn hét, en hann var með kúl hatt) Þau voru að vinna að plötu saman og tóku all nokkur lög eftir hann Billy. Þetta var svona þjóðlaga kántrísmántrí(þeir sem þekkja mig vita að ég hef enga þolinmæði fyrir kántrí þó svo að mamma mín hafi alist upp á Skagaströnd), en við hengum þarna samt aðallega vegna þess hve yndislega rödd þessi kona hefur, VÁ.
Næst fórum við í Hafnarhúsið að fara að horfa á Slowblow, en þar voru Hood að enda. Get ekki sagt að ég hafi verið hrifin af Hood, þeir efðu mátt æfa sig heima fyrir tónleikana........(minntust reyndar á það sjálfir þegar þeir voru að spila!?!?!?!?!!!) Slowblow voru góðir, hljómuðu vel og eru band sem maður þarf að tékka á, en við Andrés vorum sammála því að ef við hefðum verið þarna lengur, hefðum við sofnað. Þannig að við röltum á Prikið, til að tékka á hvað var að gerast þar, þar átti Páll Rósinkrans að vera, en þar var ekkert pláss og ekkert að gerast þannig að við ætluðum að kíkja á Grand Rokk þar sem Nevolution var að klára en þar var engan vegin hægt að komast upp stigann til að sjá hvað væri að gerast, þannig að við ákváðum að fara bara heim að lúlla, klukkan líka að fara að ganga tólf!?! Á leiðinni til baka rákumst við á Kapital og þar inni voru, að mann heyrðist, einhverjir snillingar að verki sem reyndust vera Leaf og hljómuðu afar spennandi. En þar sem við vorum búin að fjárfesta í súkkulaði, ákváðum við samt að hverfa heim frá þeirri skemmtun og háma í okkur.....

Föstudagur. Byrjuðum seint, vegna matarboðs sem við vorum í... Byrjuðum í Hafnarhúsinu, rétt búin að missa af Stranger en fengum svo BangGang. Þau fannst mér góóóóóð, naut þeirra vel. Kíktum svo á Nasa og lentum á Skyttunum, get ekki sagt að ég hafi hugsað um mikið meira þarna inni en að komast aftur út....not mæ kænd of mjúsík, rapp það er að segja. Þannig að við skelltum okkur aftur í Hafnarhúsið og sáum þá endan af Tenderfoot og þeir voru eins og nafnið segir, rather tender indeed. Sigurrósar andi sveif yfir vötnum. Þar á eftir kom reyndar gæi sem ég ætla að næla mér í plötu með. Magnet fra Norge.... Maðurinn er frábær, geislaði af spilagleði og tónlistin mögnuð.

Laugardagur. Þessu kvöldi eyddum við ingöngu í Hafnarhúsinu. Byrjuðum að hlusta á Honeymoon. Þeirra tónlist þótti mér heldur einsleit og mun ekki eyða miklum tíma við að eltast við þau.... Þar næst kom næstbesta hljómsveit kvöldsins, Leaves. Þeir voru aftur á móti með gott efni, hrifu áhorfandann með sér fljótt. Líkt og með Magnet, hefði ég áhuga á að eignast plötu með þessum listamönnum. Maus komu þar á eftir og voru að mínu mati ekki eins þéttir og vanalega, þeir voru reyndar með mikið af nýju efni og maður heyrði að þegar þeir spiluðu gamla efnið voru þeir mun sjóaðri. Það er samt eitthvað við þá..........hmmmm. Svo komu Keane. Þer voru æði, það er bara ekkert annað hægt að segja. Þeir voooorrrruuuu æææææðððiiii!!!!!! Söngvarinn hoppaði og skoppaði út um allt, hljómborðsleikarinn varð eins og geðsjúklingur á hljómborðinu og trommarinn sömuleiðis(á trommunum ekki hljómborðinu, fyrir þá sem gætu ruglast!?!?!). Þeir voru með gott prógram, helling af nýju efni sem hljómaði vel og lofar góðu með nýja plötu. Orkan frá þeim var dáleiðandi og söngvarinn, þvílík rödd sem drengurinn er með, hún hljómaði nánast betur þarna en hún gerir á disknum, ekki að grínast þar.

Þar með létum við staðar numið á þessarri hátið, hittum góða vini og duttum ærlega í það í góðum félagsskap til að halda upp á vel heppnaða hátið.

Já, hlakka til næstu hátíðar, það verður gaman að baða sig aftur í tónlistarflóru landsins og gesta okkar.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home