Wednesday, November 03, 2004

Síðustu skriftir mínar á Bloggið hafa vart verið um annað en tónlist. Það er kannski ekkert skrýtið miðað við hvað ég geri.......en, já, ég hef óhemju gaman af tónlist og hef alltaf haft(nema af kántrýtónlist en ég ætla ekkert að fara út í það hér).

Þegar ég var að skrifa pistilinn með uppáhaldsplötunum mínum fór ég að hugsa mikið um plötur/lög og hvenær þær/þau hafa verið samferða manni í lífinu og hvaða minningum þær/þau eru tengd.
Þegar ég var lítil var hlustað heilmikið á tónlist, að mér fannst. Þær plötur sem ég man best eftir voru Dr Hook - Greatest hits and more, Eins og gengur(held ég að hún hafi heitið) og La Traviata með Placido Domingo. Dr Hook var partý platan hjá mömmu og pabba, þvílíkt spiluð þegar þau voru að koma sér í stuuuuuð, vá, þegar ég loka augunum sé ég þau fyrir mér að blanda í glas og mamma er með hár niður á axlir og permanett. La Traviata var spiluð seint á kvöldin, þegar maður var skriðinn upp í en mamma og pabbi voru að chilla og njóta þess að vera laus við the krakksjits. Heyrði sjaldan meira en bara forleikinn og kannski fyrstu tvær aríurnar en that was it og ég var bara sofnuð eftir það, var alltaf svo góð stelpa.

Næstu tónlistarupplifanir voru í gegnum bróður minn, Queen, U2, Simple Minds, Led Zeppelin og fleira. Minning sem ég á tengda þessu, og mér fannst ótrúlega sterk, var þegar ég var að stelast í plötuspilarann í herbergi bróður míns og tékkaði á einni plötu á fóninum hjá honum sem var Spandau Ballet-Through the Barricades. Ég man að mér fannst þetta lag Through the Barricades alveg ótrúlegt og það fyllti mig alveg ótrúlega þægilegri tilfinningu. Fylgir mér enn í dag.

Þegar ég fór svo að kaupa mér diska sjálf var ég undir verulegum áhrifum frá bróður mínum. Ég man að fyrsti diskurinn sem ég keypti mér sjálf, var með The Doors. Ekki mikið af minningum sem hreyfðu við mér á þessum tíma(nema kannski upptökur með Einari(Jóhannessyni, klarinettu, fyrir þá sem ekki vita), en það var ein plata sem ég man sérstaklega eftir og það var The Verve-A Storm in Heaven. Ástæðan fyrir því að ég man svona vel eftir henni var að mér fannst alveg innilega óþægilegt að hlusta á hana. Mér fannst hún smjúga í gegn um mig og mér fannst hún einhvernvegin setja hjartað á mér utan á mig, verulega óþægilegt allt saman......man að ég fékk hana á Bókasafninu í Hafnarfirði og setti hana á segulband, hlustaði á hana oft því mér fannst hún geggjuð en einhvern vegin tók það mig bara nokkrar vikur að taka yfir hana, því mér fannst hún einhvernvegin vera alltaf að smjúga í gegn um mig. Og nei, fyrir ykkur sem er að hugsa þetta, ég var ekki í eiturlyfjum þegar ég var yngri og nei var heldur ekki á neinu sýrutrippi þegar ég var að hlusta á þessa plötu......takk fyrir.

Björk - Isobel....já takk fyrir mig Björk mín, takktakktakktakktakktakktakktakkkkkkkk!!! Partý í Hafnarfirði, ég var ekki búin að heyra nýja Bjarkar diskinn, enda kom hann bara út um sumarið og ég hafði verið á annarri plánetu(Þýskalandi). Og svo kom þessi myndarlegi trompetleikari með diskinn til mín og bað mig um að setja hann á frekar en ABBA, og þið hugsið WHAT!, já ég hugsaði það líka, það truflar engin ABBA!!!! En hvað gerir maður ekki fyrir sæta trompetleikara? En þegar hann bað mig um að spila Isobel, vissi ég að ég var fallin.......... The rest is History.

Næsta minning sem ég man svona vel eftir er í Þýskalandi í ágúst 1999. Við(ég, Andrés, Grétar og Karen) erum að keyra frá Europapark, sem er rétt hjá Strassbourg, heimleiðis til Nittel. Við erum búin að vera í Rússíbönum allan liðlangan daginn og öll soldið eftir okkur. Í fína bílnum(Benz þankjúverímutsj) sem Grétar, pabbi hans Grétars, átti var ekki geislaspilari heldur oldfashioned kassettutæki en það vildi bara svo til að ég var með eina kassettu með mér(æ dónt nó væ). 60 mínútu kassettu sem ég hafði sett á OK Computer með Radiohead. Á heimleiðinni settum við hana í tækið. Þar sem spólan var 60 mín. þá passaði diskurinn nokkurn vegin á hana, fyrir utan það að á endanum á hlið 2 var nokkurra mínútna þögn til enda. Einhverra hluta vegna létum við það ekkert á okkur fá og spiluðum spóluna nánast alla leiðina frá Europapark til Nittel, létum hana fara hring eftir hring. Þessi minning festis í huga mér, ég man að ég var sorgmædd yfir því að ferðin var að verða búin og svo bara augnablikið, að vera að þeysa eftir þjóðveginum.

MMMMmmm góðar minningar allt.......

Ef þið eigið svona minningar, endilega setjið þær í Comments, sama hvað þær eru hallærislegar. Minnir mig á eitt sem ég gleymi aldrei, eitt sinni í samræðum í gaggó þá vorum við að tala um hvað foreldrar okkar hlustuðu á og einn sagði að foreldrar hans hlustuðu á Lionel Ritchie og ég man enn þann dag í dag hve ég fann mikið til með þessum dreng.....þannig að allt sem þið skrifið getur ekki verið verra en þetta....?!?!?!!

14 Comments:

At 11:11 AM, Blogger Freyr said...

Ég ólst upp á heimili þar sem var nánast alltaf tónlist á fóninum. Bæði mamma og pabbi hlustuðu alltaf mikið á tónlist, og notuðu oft tónlist til að sefja okkur systkinin þegar við vorum ung og óróleg. Af einhverjum ástæðum - kannski vegna þess að það var bara svo venjulegt að hafa tónlist á fóninn - þá lærði ég aldrei hver væri að spila hvað, kunni bara öll lögin utanað.
Freysi: "Hey þekkiru þarna lagið dahdahDUHdirrirrirdillidóDAH!"
Einhver annar: "Eftir hvern?"
Freysi: "Það veit ég ekki"
Þannig að ég er enn þann daginn í dag að uppgötva nöfn á lögum og flytjendum og þannig að grafa upp gamlar minningar sem eru næstum gleymdar.
Ég man eftir að hafa dansað í kjallaranum þegar ég var 5 og systir mín 4 við Van Halen og Cyndi Lauper, ég man eftir fullt af partýum hjá m&p þar sem þau spiluðu Garden Party og Hljóma fyrir kanana, ég man eftir að hafa séð Bad myndabandið og verið alveg VÁ!
Seinni tíma þá voru það Queen og RHCP sem trónuðu á toppnum, alltof margar minningar tengdar þeim. Margar hverjar þar sem ég sat einhverstaðar að hlusta á Queen spóluna mína aftur og aftur með heyrnartólum í vínrauða kassettutækinu mínu að raula með og gera litlu systur vitlausa.
Fyrsta platan með Offspring á spes stað í mínu hjarta þar sem sú plata var alltaf sett á fóninn þegar ég fór heim til fyrstu kærustunnar minnar. Hún var fan...
Og svo var það nóttin í Þórsmörk þar sem ég sat úti með stelpu sem ég hafði bara nýkynnst og við hlustuðum á Dummy með Portishead svona 10 sinnum í röð.
En annars, þá man ég vel eftir þessu umrædda partý í hafnarfirði, man meira að segja þegar Abba kom á fónin. Þá sagði Birkir Freyr "Jæja Freyr, nú er kominn tími á tequila" og dró mig á næsta pöbb, ég bara 16 ára :)

 
At 12:28 PM, Blogger Helga'Netta said...

Já, þessir trompetleikarar fóru á kostum í þessu partýi......

 
At 12:54 PM, Anonymous Anonymous said...

Maður á víst endalausar minningar tengdar tónlist. Buena vista er frekar ofarlega í huga núna þar sem ég var að hlusta á Ibrahim Ferrer "live" um daginn. Buena Vista minnir mig á fyrstu jólin okkar Sævar -oh, svo rómó;) Við fórum til Köben milli jóla og nýárs, en þar var diskurinn keyptur og endalaust hlustað á hann.
Íris

p.s. hvað er þetta mig þig og Kántrýið?? Ekki það að ég hlusti á kántrý, en að heyra orðið "kántrý" minnir mig sko á lúðrasveitalandsmótið á Akureyri þar sem var komið við hjá Hallbirni á leiðinni heim -góðar og skemmtilegar minningar, fyrir utan glóðuraugað sem ég fékk á ballinu þegar ónefndur aðili bauð mér upp í dans!!!

 
At 3:05 AM, Blogger Freyr said...

Haha já man eftir því. Man samt ekki hver gaf þér glóðuraugað. En var það ekki í sömu ferð sem að hesturinn henti þér af baki utaní einhvern skúr?
:)

 
At 9:32 AM, Anonymous Anonymous said...

hahahahhaha, var búin að gleyma hestaferðinni -jú, þetta var í sömu ferð. Og það var enginn annar en Sævar sem var e-ð klaufalegur í einum snúningnum á dansgólfinu svo olnboginn hans endaði í auganu á mér, haldiði að það sé nú, og svo er ég gift þessum manni í dag!!!!
Íris

 
At 2:06 PM, Blogger Torfi said...

Langar bara að segja að fyrsta platan sem ég hafði aðgang að var soundtrackið úr Pretty Woman... ER ÞAÐ FURÐA AÐ MAÐUR SÉ SKEMMDUR!!!!! :):)

 
At 3:12 AM, Blogger Freyr said...

Þarna kom loksins upp skýring á hinni rómantísku sál hans Bóbó! Þessi plata hefur haft þvílík áhrif á þig að þú hefur bara trúað á rómantíkina og hina einu sönnu alveg næstu 2 áratugina eða svo :D

 
At 12:26 PM, Blogger Helga'Netta said...

Já, svo að þarna kom skýringin.

 
At 12:27 PM, Blogger Helga'Netta said...

Já, svo að þarna kom skýringin.

 
At 12:31 PM, Blogger Helga'Netta said...

Sumt þarf maður bara að segja tvisvar!??!!!!!

 
At 2:39 PM, Anonymous Anonymous said...

ég eignaðist 2unlimited plötu þeinkjú, geri aðrir betur. Pretty woman eignaðist ég líka. Skammast mín ekkert fyrir að segja þetta þar sem maður var nú að þroskast ha... unglingsdrusla sem vissi ekkert hvað maður vildi! Það er náttúrulega endalaust hægt að telja upp og ég bara varð að skella því öllu á bloggið mitt sem varð samt það langt að það nennir enginn að lesa það og ég gat ekkert sagt almennilegar sögur í kringum það en það alltílæ því það var svo hrikalega gaman að rifja upp allar minningarnar sem fylgja tónlistinni, setja label plötu sumarsins 2002 á og vera komin aftur um rúmlega tvö ár í huganum!! Góð hugmynd hjá þér. Kveðja, Björkí.

 
At 10:15 PM, Blogger Helga'Netta said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 10:18 PM, Blogger Helga'Netta said...

UPDATE

 
At 10:19 PM, Blogger Helga'Netta said...

hér að ofan átti einnig að standa.
Er búin að eignast The Verve - a storm in heaven og platan er bara gargandi snilld. Skil ekki af hverju ég í æsku féll hún ekki kannski var það bara ég sem var f***ed up???!!!?!?!?! neeeeeeee

 

Post a Comment

<< Home