Sunday, November 14, 2004

Mér datt það í hug að blogga smá á meðan ég prenta út Bingóspjöldin. Jú þið heyrðuð rétt, við erum orðin forframaðir bingósjúklingar. Fáum fjölskyldumeðlimi og aðra limi til þess að koma saman, prenta spjöld þangað til blekið er búið í prentaranum og öskra svo og æpa yfir því að tölurnar eru ekki að detta inn okkur í hag. Þetta er algör snilld í mínum augum og við höfum verið að skemmta okkur þrusu vel í hvert skiptið. Ójá, við höfum sko ekki misst úr skipti!!!!!
Þessa síðustu og verstu tíma, svona þegar aldurinn er að færast yfir, sólin að setjast á lífdaga sína...og svo framvegis, höfum við í fjölskyldunni verið að koma saman og spilað. Þá hafa verð dregin fram gömul og góð spil og ný og góð líka. Risk, Catan, Carcasonne, Trivial, Spectrangle og Backgammon. Þori vart að segja það en það hafa heilu helgarnar oft farið í þetta. Það styrkir ekkert meira fjölskylduböndin, en að vera í Risk og vera með það markmið að útrýma bróður þínum(hans köllum það er að segja). Mæli með þessu við alla sem vilja taka mark á mér.


6 Comments:

At 11:31 AM, Blogger Torfi said...

Ó já! Spilakvöld eru hrein snilld sem gerir meira en nokkuð annað til að styrkja bræðra (og systra) böndin!! Þar mæli ég sérstaklega með Pictionary ( sem má breyta í Actionary )

 
At 8:34 PM, Blogger Helga'Netta said...

Já, grúví. Man eftir einu góðu kvöldi með Sinfóníuhljómsveit Æskunnar í Hvalfirði hér forðum daga. Það var góð Pictionary keppni þar ásamt Stefáni Jóni og fleiri góðum.

 
At 7:30 PM, Anonymous Anonymous said...

úúúú mig langar svo að læra risk, viljiði kenna okkur einhvern tímann?

Bestu kveðjur í bingóið, hljómar vel. Erla Björk.

 
At 12:46 PM, Blogger Helga'Netta said...

Tökum ykkur gjarnar í kennslustund í Risk.

 
At 5:23 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég vil taka það fram að ég fékk BINGÓ í gær og viti menn, alltaf á tali. Ég var komin með tvöfalt BINGÓ og gæinn hélt bara áfram að draga nýjar tölur... Ekkert smá fúlt, ég sem væri kannski núna með fullt hús af Cocoa Puffs ef ég hefði náð inn! Andrés.

 
At 3:17 PM, Anonymous Anonymous said...

hömm Cocoa Puffs? Maður er greinilega snöggur að detta út úr málunum á Íslandi, en við komum eftir mánuð til að taka þetta allt út :o) Kv. ErlaBjörk.

 

Post a Comment

<< Home