Monday, March 14, 2005

Sjúff, búin að vera þokkalega upptekin.

Er búin að koma mér í stjórn SÍSL, Samtaka Íslenskra Skólalúðrasveita. Vinnan á bak við þetta er ansi mikil. Erum að gera hellingsbreytingar og margar hugmyndir að bættu landsmóti að formast. Mér finnst ég samt vera orðin ansi gömul þegar ég hugsa út í þetta, verandi komin í stjórn samtaka sem ég var undir þegar ég var lítill lúði í lúðasveit. En, ég hef mikinn metnað fyrir þessu, mér fannst þetta geggjað þegar ég var yngri. Þetta var bara líf manns og vinir, allt þetta lúðrasveitastand. Svo öll þess dýrmæta kennsla sem fer fram innan þessarra sveita í SÍSL og SÍL. Já, ég er að meina drykkjukennlsan!!!! Ertu ekki sammála mér Torfi??

Ég var að spjalla við Inga Garðar í vinnunni um daginn og við vorum sammála um að við krakkarnir úr Tónó þyrftum að koma saman og spila á ný. Hvernig væri það nú??!!?!?!! Drífa okkur að mynda blásarahóp, finna okkur verkefni og æfa og jafnvel halda tónleika? Það er til hellingur af góðu efni þarna úti, Stravinski, Bernstein og margt fleira. Við gætum jafnvel fengið að gramsa í nótum stóru sveitanna sem við erum tengd. Hvað segiði?? Eigum við ekki bara að fara að skella okkur út í þetta! Ég er til............

3 Comments:

At 11:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Til er ég! Andrés.

 
At 4:52 PM, Blogger Torfi said...

Það hlýtur að verða opinber stefna SÍSL héðan í frá að hafa drykkjukennslu á kennsluskránni!!! *glott*. Ég verð ætíð þakklátur því góða fólki sem reyndi hvað það gat að fá mig til að þóknast bakkusi, og að sjálfsögðu vil ég endurgjalda ungu kynslóðinni greiðann!! *híhí*

En svona í alvöru talað þá hljómar hugmyndin um að koma saman og spila alveg hreint glymrandi vel! Ég get ekki beðið að komast heim til að bjóða þjónustu mína fram við skipulaggningu einmitt þvílíkra samkoma. :)

 
At 10:18 AM, Blogger Freyr said...

Til er ég

 

Post a Comment

<< Home