Monday, January 31, 2005

Afmælið var frábært, takk fyrir allar kveðjurnar!!!!!
Ég fekk að sjálfsögðu fullt af góðum gjöfum og takk fyrir þær líka.

Það var ein sem mér fannst standa uppúr. Það var heildarútgáfan af öllum Bleiki Pardusinn myndunum! Þær eru alveg klikkaðar, ég var bara alveg búin að gleyma því. Fyrir svo utan það að það er maður að tala ensku með frönskum hreim þar allan tíman!!!!!! Ég er líka búin að vera gjöööörsamlega óþolandi, hermandi auðvitað eftir. Þeir sem hafa verið með mér í útlöndum þekkja það að ég tek að mér hreim íbúa landsins í hverju landi fyrir sig. Íslenska með frönskum hreim í Frakklandi, íslenska með þýskum hreim í Þýskalandi(sem er eiginlega bara að segja jaaa eftir öllu sem ég segi) og svo framvegis. Guði sé bara lof að ég hef aldrei komið til Skotlands!!??!!?!?!?!!!!!

En víkjum okkur nú aftur að gamanmyndunum! Búa verður auðvitað til lista yfir þær, líkt og ég hef gert um tónlist og eiginlega allt annað....þetta er að verða svona eins og í bókinni/myndinni High Fidelity. Bestu gamanmyndir allra tíma að mínu mati eru eftirfarandi (engin sérstök röð, bara eins og þetta kemur af kúnni(mér)):

The Pink Panther:A Shot in the Dark og The Pink Panther Strikes Again. Ekki það að ég sé að dissa hinar Pink Panter myndirnar, en þessar tvær standa upp úr. Það er atriði í The Pink Panther Strikes again með Clouseau, borði, biluðum stól og aðstoðarmanni með bindi sem er svoooo fyndið að ég get veinað úr hlátri í hvert skipti sem ég sé það. Bithcing tónlist líka, Mancini mania!

Dumb and Dumber Algjör snilld, kemur manni undantekningalaust í gott skap.

The Holy Grail, The Life of Brian og And Now for Something Compleatly Different. Monty Python eru alltaf geggjaðir. My kind of humour!! Ég get þulið allt of margar mínútur af þessu efni, góð og heilbrigð úrkynjun það.

When Harry met Sally. Algjör klassík. Stórhlægileg samtöl og yndisleg mynd!

Forget Paris. Líkt og þessi fyrir ofan, Billy Cristal finnst mér góður.

Shrek Svona húmor er bestur, einfaldur en sendir mann í algjört hláturskast.

The Big Lebouwsky Skemmtilega klikkuð mynd um ótrúlega karaktera.

Þetta er það sem kemur upp í huga mér núna, það eru auðvitað fleiri sem eru fínar, Austin Powers 3 af því þeir gera svo gott grín af Hollendingum, South Park myndin - sýra er alltaf góð, The Jerk og The Lonely Guy með Steve Martin, King Pin átti góða spretti sem og There's something about Mary. Nú man ég ekki meira.

Endilega benda mér á einhverjar góðar, ha, hef svooo gaman að liggja yfir góðri mynd, og þá helst í hláturkrampa!!!!

6 Comments:

At 11:31 PM, Blogger Helga'Netta said...

Steingleymi ég svo "The man who knew to little" Hún er algjör snilld, það er alveg geggjuð mynd til að koma manni í gott skap.

 
At 11:42 AM, Blogger Torfi said...

TIL HAMINGJU með afmælið um daginn!! Veit þú hefur haft það gott. Þú ert greinilega ammælis-connoisseur :).

Er mjög mjög sammála með Billy Crystal... When Harry Met Sally er BEST!! Svo er ég með þvílíkan öfundarsvip yfir Pink Panther safninu þínu! Langar í það, en það er dýrt. Á meðan ég man ... þú VERÐUR að tékka á þessu! Pink Panther teiknimyndaþemað!! Svoooo fyndið... svo swinging 70's!!

http://tv.cream.org/specialassignments/themes/pink_panther.mp3

Vantar ekki smá meiri aulahúmor á listann... svona Naked Gun, eða kannski Spaceballs??? Mel Brooks er náttúrulega snillingur!

Svo er gamli góði Bill Murray þvílíkt að gera það gott þessa daganna og The Life Aquatic er víst frábær! Lost in Translation var líka góð... en kannski ekki klassísk grínmynd. :)

 
At 8:57 PM, Blogger Helga'Netta said...

Ég biðst innilega forláts yfir því að minnast ekki á Mel Brooks. Verandi Star Wars aðdáandi númeróúnó,má ekki fréttast af því að ég hafi ekki minnst á Space Balls sem var mikilvægur hluti af æsku minni, það er geggjuð mynd dágóður hláturskrampi í hvert skipti þar. Bill Murray er líka smooth gamanleikari og Ghostbusters var líka lúmskt fyndin, þá meina ég númer 1.

 
At 11:40 AM, Blogger Freyr said...

Halló halló!
Hvernig er hægt að ræða húmor án þess að minnast á Monty Python? Ég er nú bara hneykslaður.
Annars, til hamingju með ammlið :)

 
At 6:47 PM, Blogger Helga'Netta said...

Ég minntist víst á Monty Python!!!! Ég hef verið forfallinn Pythonari bara nánast forever. Hef eins og klukka farið að þylja upp úr Flying Circus þegar ég er komin á fjórða glas. Mér finnst það svo gaman, veit ekki hvað öðrum finnst. And now for something compleastly different.....

 
At 4:45 PM, Blogger Freyr said...

Ah shit, já sorrý ég bara totally missed it.
Sillímí NI.

 

Post a Comment

<< Home