Wednesday, January 19, 2005

AFMÆLI.

Já, mér finnst tími til kominn að tala um þau. Þau eru snilld. Það eiga allir svoleiðis.

Þegar maður var ungur snérust þau eingöngu um pakka og súkkulaðikökur með kremi og hlaupköllum. Mér fannst mamma standa sig vel í afmælismálunum hérna í gamla daga. Hún var með á hreinu hvað átti að bjóða í svona teitum. Það var súkkulaðikakan(með miklu kremi nota bene), ricekrispieskökur og svo einhverjar rjómafrunsur fyrir eldra fólkið, þegar ég var lítil kunni ég ekkert að meta þann part, þeyttur rjómi, ojjjjjj. Gjafirnar voru líka kapituli, mjúkt var nónó, en sumir sem gáfu gjafir á þeim tíma voru ekki búnir að fá það MEMO frá mér, greinilega. Man samt ekki eftir mörgum gjöfum frá þessum tíma, jú dagbók frá Maggý frænku sem var hittari eitt árið, nótnastatíf frá mömmu og pabba.

Unglingaafmælin voru PizzaPizzaPizza og auðvitað pakkar.
Þau snérust samt eiginlega mest um að vera skemmtilegust. Alltaf allir að reyna að ganga í augun á öllum. Það varð að vera með bestu leikina og svo þegar þeir voru búnir, með bestu verðlaunin fyrir þá sem unnu bestu leikina. Allt of erfiður tími.

Þegar við vorum úti, var það bollabollabolla. Stóóóórhættulegt.
Þetta þýddi að boðið var í teiti, gjafirnar voru vín, sem var svo drukkið í teitinu. Sniðugt.
Boðið var upp á bollu, sem íslendingar vita að rennur ljúft niður í íslendinga, og þar sem Andrés sá um að brugga bolluna, var hún DEADLY. Þessi teiti urðu þar af leiðandi tveggja daga viðburður, þar sem fólkið sem drakk duglega af bollunni, þurfti einhverja hluta vegna að gista nóttina hjá okkur, þar sem það gat ekki lengur staðið, né setið og vart legið. Það var samt ekki slæmt, við skemmtum okkur alltaf vel og við þurftum aldrei að splæsa á þetta fólk morgunverði daginn eftir, þar sem enginn af þeim hafði snefil af matarlyst. Man einmitt eftir einu svoleiðis góðu, þar sem að Sveina vinkona í Gent lenti í því að sofa eiginlega bara á hörðu gólfinu, því við höfðum ekki rænu á því að setja tappann almennilega í vindsængina hennar, því jú það var einhver trompetleikari dáinn í rúminu hennar(Birkir Freyr). Hún var samt svoooo slök að hún fann ekkert fyrir því og var ekki meint af...!!?!?!??!!

Núna verður þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem það verður ekkert teiti, heldur bara rólegt (æm gettíng sóóó óld, neeee þið fáið partý seinna promise). En það verður vöffluveisla á laugardagseftirmiðdaginn fyrir alla þá sem hafa löngun og magamál til að koma. Reyndar er betri helmingurinn minn búinn að bjóða mér út að borða á afmælisdaginn(sem er á föstudaginn, hint hint), hann veit hvernig hann á að heilla mig, með mat og víni.





5 Comments:

At 8:36 AM, Anonymous Anonymous said...

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ÞINN ELSKU HELGA NETTA!! og takk fyrir að taka tilmælum mínum varðandi skriftir ;o) Vil bara taka fram að það þurfti samt auðvitað ekki að minna mig á afmælisdaginn þinn enda svo þægilegt að muna hann í sambandi við minn afmælisdag mánuði síðar (hinthint hehehe). Skil ekkert í því að þú skulir ekki halda partí í þetta skiptið þegar dagurinn er svona heppilega á föstudegi... en það sparar okkur svosem söknuðinn við að missa af enn einu geggjuðu afmælispartíinu, við höfum bara fengið að heyra stemminguna í gegnum síma. Jæja vona að dagurinn verði frábær hjá þér elskan og að Andrés verði duglegur að dekra við þig. Greyið hann annars að missa af bóndadagsdekri ;o) Bestu kveðjur til ykkar beggja, hafið það rosalega gott.

p.s. páskarnir eru enn lausir á hótel BJörkí ;o)

 
At 10:59 AM, Blogger Helga'Netta said...

Takk fyrir það.
Ég var búin að hugsa þetta mikið varðandi föstudaginn verus teiti en var á því að bíða aðeins með að halda teiti, það kemur samt með rísandi sól. 21. verður líka á laugardegi á næsta ári, þannig að þá skal ég ekki svíkja lit.

Takk fyrir kveðjuna.

 
At 3:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með daginn Helgudúllujúllusnúllan mín. Sí jú in vöffles.
Þóra

 
At 9:59 PM, Anonymous Anonymous said...

já, þessu partýi man ég vel eftir...og gólfinu líka!!! Þetta var algjör snilld þetta partý eins og öll partyin í Rotterdam...hlakka til að sjá ykkur um páskana....
Sveinhildur..

 
At 4:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið í gær!! Vona að þú hafir haft það gott, efast reyndar ekki um það :)

Kveðja,
Íris

 

Post a Comment

<< Home