Thursday, March 31, 2005

Þá er maður komin til baka frá Rotterdam. Við hjónaleysin skelltum okkur ásamt fríðu föruneiti(Edda) til gömlu heimaslóðanna til þess að rifja upp nokkrar gamlar minningar og ölkollur.

Ferðin hófst í Amsterdam þar sem við gistum á báti!! Fljótlega eftir að við tékkuðum inn á hótelið var förinni heitið í suðuhluta borgarinnar til þess að skoða Heineken verksmiðjurnar. Það var soldið absúrd skoðunarferð, þar sem ekkert er bruggað lengur á þessum gamla stað og þetta gekk allt út á auglýsingamennsku fyrirtækisins. En bjórinn rann ljúft niður...eins og hann hafði gert allt frá því við vorum í Leifsstöð.....! Þegar því var lokið var kominn tími á að við fengum okkur mat, því ommulettan í flugvélini er nú ekki upp í nös á ketti, ha... Við settumst inn á indverskan stað við Leidseplein sem við Andrés höfðum áður prófað og líkað mjögmjög vel við. Það var þess vegna sem við kipptum okkur ekkert upp við músina sem var á hlaupum undir borðum þar.....við vorum komin til þess að fá góðan mat! Eftir þetta allt saman verður sagan ansi skemmtileg.....ég ætla ekkert að fara út í díteils, en segjum bara sem svo að það fóru allnokkrir bjórar ofan í liðið! Eníhú.

Daginn eftir fórum við til Rotterdam og vorum öll nokkuð glær... Hótelið okkar í Rotterdam var frábært. Bilderberg Park Hótel á Endrachtsplein. Þvílík þægindi. Það fyrsta sem var að sjálfsögðu gert var að hafa samband við gamla gengið og ákveðið að hittast. Það voru snilldar endur fundir enda langt síðan ég var búin að sjá liðið! Fyrir utan það skellti Andrés sér í búðir og sjoppaði sér inn brúðkaupsfötin. Þvílíkt glæsileg!

Fimmtudeginum eyddum við bara á röltinu. Ég enn í sjokki frá því deginum áður frá því að hafa verið sparkað út úr brúðakjólabúð.....fyrir það eitt að eiga ekki bókaðan tíma....Djíses...En um kvöldið fórum við á hvítlauksstað. Þar var bara hægt að fá mat með miklum hvítlauk. Meiraðsegja Sjenever með hvítlauk, við keyptum okkur flösku af því til að eiga, það var ekkert smá gott. En vá hvað maður stinkaði eftir þetta, og ekki vorum við vinsæl á pöbbnum á eftir...

Helginni eyddum við svo í Belgíu að hitta Sveinhildi og skoða íbúðina hennar og manninn hennar. Þar er nú alltaf gaman að vera, túristuðum aðeins líka og fylltum Sveinu líka á föstudagskvöldinu. Það var mikið skrafað yfir geggjuðum pizzum og öli.

Við snérum svo aftur til Rotterdam á páskasunnudag. Nánast beint í þvílíka páskaveislu hjá Koj og Grundig. Þar var sko teygað og suuuuuungið, nágrannar og vegfarendur hneykslaðir í leiðinni. Eins og kristnum mönnum sæmir um þessar hátíðir fórum við svo öll á barinn....og sátum leeengi.

Síðustu dögunum var svo bara eytt í það að hlægja að förunautum mínum vegna þynnku þeirra og svo að sjúga inn andrúmsloft borgarinnar sem ég var búin að sakna svooo mikið, jú og borða morgunmat dauðans á hótelinu okkar og svo líka klikkaða máltíð á Spánskum restaurant. Mér þykir nánast leiðinlegt að vera komin heim, get svarið það..... Ég lofa að koma fljótt aftur!

4 Comments:

At 9:32 PM, Blogger Helga'Netta said...

MMmmmmm hljómar ekkert smá vel. Verð að spyrja Eddann, hann er minn official samFERÐAmaður(fyrir utan Andrés of cource) En það er nú alltaf gaman að djamma með ykkur og tala nú ekki um ef það eru svona góðir snafsar í för með. Þú lofar bara að vera ekki bomm í þetta skiptið...!?!!?!

 
At 11:06 AM, Anonymous Anonymous said...

úúú ekki gleyma að það eru ekki nema örfáir kílómetrar á milli Stuttgart og München þar sem besti bjórinn í heimi er bruggaður og drukkinn úr STÓRUM glösum :)

 
At 10:15 AM, Blogger Helga'Netta said...

mmmmm hljómar allt svoo vel.... Það væri nú samt draumaferð að skella sér þangað niður eftir og slá þessum heimsóknum saman, það væri nú gaman!

 
At 3:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Vil bara taka undir með síðasta ræðumanni... það væri nú gaman! Hér er líka til nóg af snöfsum... humm hvað ætli maður geri við eggjalíkjör?! Kv. Björkí.

 

Post a Comment

<< Home