Friday, May 06, 2005

Jú Hú. Nú þar mín sko að fara að skella sér í bíó. The Hitchhiker's guide to the Galaxy komin.

Ég get vart beðið. Er meiraðsegja búin að plana þetta allt saman. Ég ætla að taka pabba minn með, því ég veit að hann hefur ómælt gaman af þessum bókaflokki. Það stendur líka í góðu bókinni "Viðra skaltu föður þinn og móður" þannig að það er kominn tími á að ég dusti af pabba gamla rykið og fari með hann í bíó. Svo hefur hann karlfaðir minn líka svo góðan húmor að það er unun að horfa á góða gamanmynd með honum, maður hlær extramikið í þau skiptin. Það er frá honum sem ég fekk þennan rosalega góða húmor og þessa líka hæfileika til þess að segja brandara......

3 Comments:

At 8:40 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvernig er myndin? Ég er búin að vera með complete hitchikers guide á náttborðinu í 5 ár örugglega en ekki enn náð að klára...hún er svo löööööööng!!! Ætli það dugi kannski að klára söguna í bíó?! kv. Björk.

 
At 7:15 PM, Blogger Helga'Netta said...

Myndin var æðisleg. Ég var í krampakasti allan tímann... Þessi mynd er bara gerð eftir fyrstu bókinni en ekki örvænta því að það er búið að tilkynna það að restin af seríunni eigi eftir að vera fest á filmu.

 
At 10:14 AM, Blogger Freyr said...

Já! djöfuls snilldarmynd var þetta. Gerði bókinni alveg fullkomnlega skil (eða allavega eins vel og kvikmynd eftir bók getur gert). Ég var einmitt mikið að spá áður en ég fór á hana, ætli þeir geri bara fyrstu bókina? Ég hefði líka verið frekar pirraður ef þeir hefðu reynt að troða allar 5 bækurnar í þessari trílógíu í ein mynd.
Hlakka til að sjá hinar :D

 

Post a Comment

<< Home