Wednesday, June 15, 2005

Jæja, nú get ég loksins skrifað aftur. Og ekki með harðsperrur í lúkunum eftir það að vera hoppandi um á hæjum. Já, mín var á hækjum. Síðasta vinnudaginn í tónlistarskólunum nennti mín sko ekki að labba niður tröppurnar fyrir framan heima hjá sér, heldur skellti sér í flugferð. Nei, ég var nú ekki með naríurnar utanyfir og skikkju, það hefði ábyggilega gengið betur (eða ég væri inná Kleppi og ekki skrifandi núna). Andrés var svo sætur að bruna úr vinnunni og koma mér til bjargar og hendast með mig inn á slysó. Tognun var það nú heillin og mín á hækjur í rúma viku. Ég er nú öll orðin mun betri og að jafna mig á þeim vöðvabólgukvillum sem fylgja því að vera hoppandi um á hækjum, sem er nóta bene bara drullu erfitt.

Ég er nú líka að skrifa til þess að smala endilega öllum saman í eina góða útilegu. Við, Andrés, Torfi, Freysi og ég erum búin að ákveða að fara á Laugarvatn um helgina og á Jet Ski á Svínavatni í leiðinni. Allir með!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 Comments:

At 10:25 PM, Anonymous Anonymous said...

hljómar þokkalega vel. Ef maður nú væri bara á landinu, buhuu.

"Gangi þér vel" með hækjurnar...muahaha!

Sævar

 
At 7:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Sammála Sævari, það er agalegt að missa af þessu... maður verður bíta í það súra að þessu sinni...

En góða skemmtun!

Grétar

 
At 9:34 AM, Anonymous Anonymous said...

ertu ekki að grínast...það er á svona stundum sem er hundfúlt að vera ekki á Íslandinu. Annars fannst mér þetta með naríurnar yfir nokkuð gott, sá þig fyrir mér í flugferð í Háberginu!

Góða skemmtun í útilegu. Við útlandabúarnir bíðum svo spennt eftir ferðasögu fyrst við verðum að láta okkur það nægja ;o)

kv. Björkí.

 

Post a Comment

<< Home