Monday, July 17, 2006

Kafli 1. Búlgaría

Jamm, ég var búin að lofa bloggi, en þegar það er frá svo miklu að segja, fallast manni bara hedur....á allt annað en lyklaborðið. Hef ég því ákveðið að tækla málið sistematískt og kaflaskipta frásögnunum. Kafli 1, Búlgaría hljómar svona....:

Fyrsta utanlandsferð sumarsins var til Búlgaríu í tvær vikur, og hvert námkvæmlega í Búlgaríu spyrjið þið, EVERYWHERE. Það er ekki sá hóll né hæð í Búlgaríu sem ég er ekki búin að sjá.

Við byruðum á því að fljúga með kennurum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar til Varna, sem er við Svartahafið. Hótelið var á ansi ógirnilegum stað borgarinnar og gaf okkur langt í frá góða mynd af landinu svona við fyrstu sýn. Við Andrés og Berglind og Sigurgeir, sem fórum í hlaupatúr fyrsta morguninn fengum aftur á móti að sjá fallegri hluta bæjarins. Það sem sló mig fyrst var mikil fátækt landsins, eitthvað sem maður fann ekki fyrir á ferðamannastöðunum síðari viku ferðarinnar.

Við ókum svo til Sofíu og margar fallegar minjar skoðaðar á leiðinni. Rútukostur okkar var nú ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, fæ nettan hroll reyndar við tilhugsunina. Því miður var þessi rúta grei-ið ekki alveg að skila okkur alltaf á réttum tíma, þannig að á fyrstu tónleikana sem við áttum að mæta á mættum við klukkutíma of seint. Þetta varð reyndar algilt þema ferðarinnar, alltaf of sein í allt....rútu vegna. Daginn eftir heyrðum við í stórkostlegum kór, Daughters of Orfeus. Þetta átti reyndar að verða mikil kóraferð, nánast ekkert nema kórar sem við fengum að sjá, misgóðir reyndar. Persónulega hefði ég nú vilja sjá meira af brilliant klarinettuleikurum, sem eru víst út um allt þarna, fyrir utan það að horfa bara í spegil:)hahahahaaa.
Eftir Sofíu var farið til Plovdiv, sem að mér fannst mun skemmtilegri borg en Sofía, og fallegri. Þar var mikið af rústum einnig að skoða líkt og í Sofíu en við Andrés vorum nokk búin að fá nóg af rústum, þannig að við dróum okkur í hlé í hitanum og röltum bara við tvö.....og keyptum okkur búlgarska sekkjapípu. Gullfallegt hljóðfæri, þó svo að hundurinn minn sé ekki alveg sammála:) Á kvöldin var spjallað og skrafað og þetta kvöld var farið á spilavítið á hótelinu okkar. Dagný og ég komum út í gróða.....veit ekki með restina af liðinu...tíhíhí.
Þjóðlagaskólinn í Shiroka Luka var skemmtileg heimsókn, en rútugrei-ið var ekki alveg að meika keyrsluna upp í fjöllin þannig að þann dag vorum við orðin 3-4 tímum of sein í allt.....:(
Nessebur, sem er á fornminjaskra UNESCO, voru mikil vonbrigði en hótelið okkar á Golden Sands var geggjað....ótrúlegt, hef aldrei farið á svona flott hótel áður. Nú var bara eftir að kveðja fólkið frá Tónlistarskólanum og fara á okkar hótel sem við vorum á seinni vikuna okkar í Búlgaríu.

Ég var afskaplega fegin að vera viku lengur, því það þurfti helling bara til þess að jafna sig á þessarri keyrslu allri eftir fyrstu vikuna. Við fengum mjög fínt hótel, með spa-i og alles. Veðrið var fínt og staðurinn þokkalegur, en einum of mikil túrista gildra fyrir minn smekk. Þannig að við Andrés vorum dugleg í því að taka strætó til Varna til þess að komast í alvöru lífið og mun ódýrara andrúmsloft. Við vorum heppin líka í því að vera í góðum félagsskap síðustu vikuna þar sem að nokkrir kennarar voru eftir af hópnum, eins og við, og svo kom léttsveit tónlistarskólans líka út og var með okkur í viku.
Ferð til Istanbul hafði verið á kortinu, en eftir svona rosalega rútusetu fyrri vikuna okkar þarna úti, ákváðum við að hlífa rassærum okkar við þannig ferð.

Lokaorð....mæli ég með Búlgaríu...mmmm. Golden Sands : nei Sofíu og Plovdiv : jahahá!!!

1 Comments:

At 4:56 PM, Anonymous Anonymous said...

Veiiii!!!!!
Takk Helga fyrir að fullnægja þörf minni eftir bloggi frá þér.

 

Post a Comment

<< Home