Friday, May 19, 2006

Bestu lögin....

Ökuferðin á brautinni(til og frá vinnu í Kef) er oft gagnleg. Um daginn var ég einmitt djúpt sokkin í upprifjun á því hvað ég tel bestu lögin. Upptalningin gekk vel og finnst mér bara rétt á að skella henni hingað inn.....og hún hljómar svona, ekki í neinni sérstakri röð.....

Strange little girl - Tori Amos
Snilldar útgáfa af Stranglers laginu. Kemur mér alltaf í gott skap. Þetta lag, Lupo-inn og ég ferðuðumst oft til og frá Utrecht saman...góður tími.

Kleine maus - das Molekul
Nú er ég komin til Þýskalands sumarið 1995. Við Þóra fengum sko aldrei leið á þessum mikla dansslagara og hljómaði hann á Luderitzstrasse oft.

The Long and winding Road - The Beatles
Þetta er eftirlætis Bítlalagið mitt. Það er eins og það sé einhver græðingarmáttur í því. Hrein unun.

The Man who sold the World - David Bowie
Hef fílað manninn heillengi og hann á alveg helling af stórgóðum lögum, en þetta fangaði mig fyrir löngu.

Since I've been loving you - Led Zeppelin
Mikill tregi. Stórkostlegt....ekkert annað en það.

Motorcycle Emptiness - Manic Street Preachers
Þetta band er æði og lagið kemur mér alltaf í gott skap..

Soma - Smashing Pumpkins
Skýrt eftir eiturlyfinu sem allir voru á í Brave new World, enda er lagið svolítið þannig....ansi dreymandi. Þetta, líkt og Led Zeppelin lagið, eru lög sem smugu inn í sálina í herberginu mínu í foreldrahúsum.

Slow emotion Replay - The The
Þetta lag og allur þessi diskur(Dusk) er tilvalinn til þess að hlusta á í baði eða við aðra afslöppun. Ekki kannski beint afslappandi heldur dáleiðandi.....

Grapefruit moon - Tom Waits
Enn eitt angurværa lagið um einmanaleikann sem ratar inn á listann... Man einmitt eftir einni gönguferðinni um Hlíðarnar, þegar við áttum heima þar, þar sem ég var með þetta lag og það var einmitt svona tungl á himninum, akkurat svona...

The Wind cries Mary - Jimi Hendrix
Ég verð greinilega að fara að hlusta eitthvað á diskó eða eitthvað....nei..
Þetta er svo fallegt lag.

Tiny Dancer - Elton John
Þetta finnst mér besta hippalagið. Mann dauðlangar bara að hafa upplifað það á sínum tíma, í sínu rúmi og auðvitað í rétta átfittinu.

Running up that hill - Kate Bush
Besta lagið hennar

Enjoy the Silence - Depeche Mode
Ég man að ég fór sérferð niður á bókasafn í Hafnarfirði þegar ég frétti að Violator með Depeche Mode væri komin á safnið(við erum að tala um 1993 hér). Ég hlustaði á hana gat og vil hér með biðja safnið afsökunar ef hún var eitthvað slitin þegar hún kom til baka.

Don't dream it's over - Crowded House
Eitt af þessum lögum sem eru bara svo ótrúlega vel samin.

og að lokum -
Mad World - Tears for Fears
Í flutningi Michael Andrews. Mmmmm. Þetta lag var í Donnie Darko, og þá mynd fílaði ég í tætlur.

Jamm....þar hafið þið það.
Hvað eru ykkar eftirlæti.

3 Comments:

At 9:29 PM, Anonymous Anonymous said...

Take on me með A-ha. Norskt og gott happy song. Virkaði alltaf með trylltum dansi til að tjúna mig uppfyrir próf í HÍ!

Erla Björk.

 
At 1:09 PM, Blogger Freyr said...

Dust in the Wind - Boston
Who Wants to Live Forever - Queen
With or Without You - U2

 
At 11:02 AM, Anonymous Anonymous said...

En Helga...
Þú varst búin að lofa nýju bloggi!!!

 

Post a Comment

<< Home