Monday, February 13, 2006

'Tis the (júróvisjón)season to be jolly - falalalalaaaa

Jahahá. Júróvisjón árstíðin er gegnin í garð.

Ég er búin að vera að fylgjast með íslensku undankeppninni af miklum áhuga. Ég er það heppin að eiga mjög góða vini sem eru á sömu júróvisjónbylgju og ég og hafa verið að halda MEGA júróvisjón partý síðan undankeppnin hófst. Ég hef nú ekki orðið neitt rosalega imponeruð af lögunum sem taka þátt í ár, en mér finnst þetta framtak RUV vera til fyrirmyndar. Svona á þetta alltaf að vera, ekki satt?
Eins og ég sagði áðan, finnast mér lögin í ár ekkert vera neitt til að hrópa húrra fyrir. Er meir'að segja ekkert að fíla lagið hennar Silvíu, já og er líka búin að vera að standa í stappi við fólk sem finnst ég bara vera rugluð að vera ekki slefandi yfir því. Ég hef kannski verið að horfa svolítið gagnrýnum augum á keppnina í ár, hjartasár mín varðandi framlag okkar í keppninni í fyrra eru ekki gróin, við áttum að vinna, búhúhú. Verandi enn svona Selmu-dofin, er mér nokk sama hvaða lag fer fyrir okkar hönd (svo lengi sem það sé ekki Sæma rokk lagið, lagið með rappinu eða Ómar)þið megið alveg bæta við hér af vild, hvaða lög eiga ekki að fara.

En svo finnst mér partur af gleiðinni núna vera að fylgjast með andstæðingunum. Hlusta á lögin þeirra og sannfærast um að það eru ekki bara við sem erum óborganlega hallærisleg. Þetta er allt saman á netinu. Official Síðan. ESC

Ég hvet alla, unga sem aldna, til að verða sér út um gott eintak af júróvisjón-vírusnum og verða vel sýktir. Það gleður sálina því...."þú leggur ekki inní Gleðbankann tóman blúhúúús"

Friday, February 03, 2006

Yfirhalning

Já, þessu skammdegisþunglyndi, sem er búið að vera að herja á mig og mína, fylgir alltaf viss löngun hjá mér til þess að breyta hlutum. Sérstaklega útliti. Dagurinn í dag fer bara í þetta hjá mér, ég byrjaði á því að gefa blogg síðunni andlitslyftingu og næst á dagskránni er að plokka á mér augabrúnirnar og lita á mér hárið.

Og svei mér þá, eftir svona yfirhalningu verðum við, ég og bloggsíðan, bara báðar jafnsætar....