Thursday, December 14, 2006

Lýta"Lækningar"

Ég á seint eftir að fatta þessa áráttu kvenna. Að láta skera sig og teygja, troða aukaefnum viljandi inn í líkamann til þess að fegra sig......hmmm veit það ekki.

Mér finnst allt of oft hægt að sjá á viðkomandi konu, hvort að hún hafi fengið sér brjóstastækkun eða ekki, þetta verður aldrei eins á eftir, aldrei líflegt. Brjóst finnast mér ekki að eigi að líta út eins og líknarbelgir í bílum, dinglandi utan á konum eins og gigantísk flotholt. Og stundum er þetta svo strekkt að þau ná ekki að dingla neitt. Þetta er bara djók... Kannski segi ég þessa hluti bara vegna þess að ég er ekki með neina komplexa varðandi mín eigin brjóst... ég vona bara að ég fái ekki sílíkon í þrítugsafmælisgjöf.

Og svo þessar strekkingar, fólk orðið svo togað að það er með hárlínusína aftan á hnakka og svo þessar gellur með silungatúllann!!!! Svo sætar konur sem einhverra hluta vegna eru staðráðnar í því að það hljóti að fara þeim vel að vera með þrýstnari varir og enda bara með rana.

Ég enda á þessarri mynd af Jocelyn Wildenstein....megi hún vera ykkur öllum víti til varnaðar!!!!!