Tuesday, November 30, 2004

Jæja! Nokkurskonar skoðanakönnun í gangi núna og allir að svara! 'OKEI?!??!?

Þetta eru svona nokkrir hlutir sem að fólk hefur ekki alveg sama smekk fyrir en oft hefur maður hitt fólk sem er með sterkar skoðanir á, svo sem á eftirfarandi:

Á grjónagrautur að vera með rúsínum eða ekki???????
Persónulega finnst mér grjónagrautur ekki vera grjónagrautur nema hann sé með rúsínum.

Hvort segir maður tómatur eða túmatur??????(þessi er fyrir þig mamma)
Þegar stórt er spurt....

Hvort á klósettpappírsrúllan að vera hægra megin eða vinstramegin við þig þegar þú situr á klósettinu???????
Þessi er ekki þyrnir í mínum augum, get persónulega teygt mig í báðar áttir. Og meiraðsegja fram fyrir mig, eða aftur, ef hún er staðsett þar....

Malt og appelsín blandan, í hvaða hlutföllum á hún að vera???????????
Hún má bara vera fiftíiftí í mínum augum, hálftglas malt og hálft glas appelsín. Og hana nú sagði hænan.

Talandi um það, hvort á að hella fyrst, maltinu eða appelsíninu??????
Nei, þetta er ekki eitthvað sem hefur verið rætt á mínu heimili, er bara að kanna hvort að það sé mál á ykkar heimili.

Hvaða bjór er bestur?????????
Nauðsynlegt að fá svarið við þessarri á hreint. Helgan vill GROLSCH, STELLU eða TIGURINN, ekkert annað helvítis sull. Helst að fá GROLSCH-inn líka með réttum framburði þegar hann er borinn fram(og borinn fram)hahahahahaaa.......mífönní.

Vinsamlegast gefið mér ykkar skoðun á þessum stórmálum. Og endilega lika að varpa fram ykkar furðulegu vafamálum.

þangað til næst.....ég vil líka endilega minna alla á ballið annaníjólum megastuð eins og vanalega og allir að mæta og ég líka og andrés líka og allir....ha!


Sunday, November 14, 2004

Mér datt það í hug að blogga smá á meðan ég prenta út Bingóspjöldin. Jú þið heyrðuð rétt, við erum orðin forframaðir bingósjúklingar. Fáum fjölskyldumeðlimi og aðra limi til þess að koma saman, prenta spjöld þangað til blekið er búið í prentaranum og öskra svo og æpa yfir því að tölurnar eru ekki að detta inn okkur í hag. Þetta er algör snilld í mínum augum og við höfum verið að skemmta okkur þrusu vel í hvert skiptið. Ójá, við höfum sko ekki misst úr skipti!!!!!
Þessa síðustu og verstu tíma, svona þegar aldurinn er að færast yfir, sólin að setjast á lífdaga sína...og svo framvegis, höfum við í fjölskyldunni verið að koma saman og spilað. Þá hafa verð dregin fram gömul og góð spil og ný og góð líka. Risk, Catan, Carcasonne, Trivial, Spectrangle og Backgammon. Þori vart að segja það en það hafa heilu helgarnar oft farið í þetta. Það styrkir ekkert meira fjölskylduböndin, en að vera í Risk og vera með það markmið að útrýma bróður þínum(hans köllum það er að segja). Mæli með þessu við alla sem vilja taka mark á mér.


Wednesday, November 03, 2004

Síðustu skriftir mínar á Bloggið hafa vart verið um annað en tónlist. Það er kannski ekkert skrýtið miðað við hvað ég geri.......en, já, ég hef óhemju gaman af tónlist og hef alltaf haft(nema af kántrýtónlist en ég ætla ekkert að fara út í það hér).

Þegar ég var að skrifa pistilinn með uppáhaldsplötunum mínum fór ég að hugsa mikið um plötur/lög og hvenær þær/þau hafa verið samferða manni í lífinu og hvaða minningum þær/þau eru tengd.
Þegar ég var lítil var hlustað heilmikið á tónlist, að mér fannst. Þær plötur sem ég man best eftir voru Dr Hook - Greatest hits and more, Eins og gengur(held ég að hún hafi heitið) og La Traviata með Placido Domingo. Dr Hook var partý platan hjá mömmu og pabba, þvílíkt spiluð þegar þau voru að koma sér í stuuuuuð, vá, þegar ég loka augunum sé ég þau fyrir mér að blanda í glas og mamma er með hár niður á axlir og permanett. La Traviata var spiluð seint á kvöldin, þegar maður var skriðinn upp í en mamma og pabbi voru að chilla og njóta þess að vera laus við the krakksjits. Heyrði sjaldan meira en bara forleikinn og kannski fyrstu tvær aríurnar en that was it og ég var bara sofnuð eftir það, var alltaf svo góð stelpa.

Næstu tónlistarupplifanir voru í gegnum bróður minn, Queen, U2, Simple Minds, Led Zeppelin og fleira. Minning sem ég á tengda þessu, og mér fannst ótrúlega sterk, var þegar ég var að stelast í plötuspilarann í herbergi bróður míns og tékkaði á einni plötu á fóninum hjá honum sem var Spandau Ballet-Through the Barricades. Ég man að mér fannst þetta lag Through the Barricades alveg ótrúlegt og það fyllti mig alveg ótrúlega þægilegri tilfinningu. Fylgir mér enn í dag.

Þegar ég fór svo að kaupa mér diska sjálf var ég undir verulegum áhrifum frá bróður mínum. Ég man að fyrsti diskurinn sem ég keypti mér sjálf, var með The Doors. Ekki mikið af minningum sem hreyfðu við mér á þessum tíma(nema kannski upptökur með Einari(Jóhannessyni, klarinettu, fyrir þá sem ekki vita), en það var ein plata sem ég man sérstaklega eftir og það var The Verve-A Storm in Heaven. Ástæðan fyrir því að ég man svona vel eftir henni var að mér fannst alveg innilega óþægilegt að hlusta á hana. Mér fannst hún smjúga í gegn um mig og mér fannst hún einhvernvegin setja hjartað á mér utan á mig, verulega óþægilegt allt saman......man að ég fékk hana á Bókasafninu í Hafnarfirði og setti hana á segulband, hlustaði á hana oft því mér fannst hún geggjuð en einhvern vegin tók það mig bara nokkrar vikur að taka yfir hana, því mér fannst hún einhvernvegin vera alltaf að smjúga í gegn um mig. Og nei, fyrir ykkur sem er að hugsa þetta, ég var ekki í eiturlyfjum þegar ég var yngri og nei var heldur ekki á neinu sýrutrippi þegar ég var að hlusta á þessa plötu......takk fyrir.

Björk - Isobel....já takk fyrir mig Björk mín, takktakktakktakktakktakktakktakkkkkkkk!!! Partý í Hafnarfirði, ég var ekki búin að heyra nýja Bjarkar diskinn, enda kom hann bara út um sumarið og ég hafði verið á annarri plánetu(Þýskalandi). Og svo kom þessi myndarlegi trompetleikari með diskinn til mín og bað mig um að setja hann á frekar en ABBA, og þið hugsið WHAT!, já ég hugsaði það líka, það truflar engin ABBA!!!! En hvað gerir maður ekki fyrir sæta trompetleikara? En þegar hann bað mig um að spila Isobel, vissi ég að ég var fallin.......... The rest is History.

Næsta minning sem ég man svona vel eftir er í Þýskalandi í ágúst 1999. Við(ég, Andrés, Grétar og Karen) erum að keyra frá Europapark, sem er rétt hjá Strassbourg, heimleiðis til Nittel. Við erum búin að vera í Rússíbönum allan liðlangan daginn og öll soldið eftir okkur. Í fína bílnum(Benz þankjúverímutsj) sem Grétar, pabbi hans Grétars, átti var ekki geislaspilari heldur oldfashioned kassettutæki en það vildi bara svo til að ég var með eina kassettu með mér(æ dónt nó væ). 60 mínútu kassettu sem ég hafði sett á OK Computer með Radiohead. Á heimleiðinni settum við hana í tækið. Þar sem spólan var 60 mín. þá passaði diskurinn nokkurn vegin á hana, fyrir utan það að á endanum á hlið 2 var nokkurra mínútna þögn til enda. Einhverra hluta vegna létum við það ekkert á okkur fá og spiluðum spóluna nánast alla leiðina frá Europapark til Nittel, létum hana fara hring eftir hring. Þessi minning festis í huga mér, ég man að ég var sorgmædd yfir því að ferðin var að verða búin og svo bara augnablikið, að vera að þeysa eftir þjóðveginum.

MMMMmmm góðar minningar allt.......

Ef þið eigið svona minningar, endilega setjið þær í Comments, sama hvað þær eru hallærislegar. Minnir mig á eitt sem ég gleymi aldrei, eitt sinni í samræðum í gaggó þá vorum við að tala um hvað foreldrar okkar hlustuðu á og einn sagði að foreldrar hans hlustuðu á Lionel Ritchie og ég man enn þann dag í dag hve ég fann mikið til með þessum dreng.....þannig að allt sem þið skrifið getur ekki verið verra en þetta....?!?!?!!