Sunday, October 29, 2006

Murder a la Carte

Ég verð að segja ykkur öllum frá matarboði sem ég fór í fyrir hálfu ári.
Okkur Andrési var boðið heim til góðra vina okkar sem voru búin að senda okkur ansi furðurlegt heimboð. Við vorum forvitin en spennt þar sem þetta hljóðaði afskaplega undarlega. Við áttum að mæta sem ákveðnar persónur og mæta í búning sem þeim hæfði. Okkur leist ekkert á þetta til þess að byrja með, sérstaklega þar sem matarboðið bar upp á 1. apríl. En við fylgdum fyrirmælum og mættum í karakter, Andrés sem prestur og ég sem afar trúuð fylgikona hans. Okkur til mikillar ánægju mættu allir gestir matarboðsins í búning og karakter. Eftir fordrykk var okkur tilkynnt það að við værum þátttakendur í morðgátu.......

Kvöldið var stórkostlegt. Hver og einn karakter fékk handrit í hendurnar sem lýsti söguþráðinum út frá þeirra sjónarhorni og gaf þeim leiðbeiningar um það hvernig bregðast átti við aðstæðum. Kvöldið leið hratt og skemmtilega og það var ótrúlega mikið hlegið, enda spilið bráðfyndið.



Og af hverju er ég að segja ykkur frá þessu núna?? Jú, það eru tvær ástæður.
Sú fyrsta er sú að ég mæli með þessu spili, ótrúlega skemmtileg og öðruvísi leið til þess að eyða góðu kvöldi með vinum og vandamönnum. Sú síðari er sú að ég er að fara í mitt annað morðgátukvöld. Og ég get ekki beðið!!!!!!!!

Saturday, October 14, 2006

The BushMonkey


Í hvert skipti sem ég sé forseta Bandarkíkjanna í fréttunum, sé ég þessar myndir fyrir mér og hlæ alltaf jafn mikið inní mér og hef gert í mörg ár. Andrés sendi mér þær í pósti um daginn og vildi gjarnan að ég deildi þeim með ykkur hinum á síðunni svo við getum öll hlegið að þessu stærsta "Monkeybusiness" mannkynssögunnar!!!!