Friday, December 16, 2005

Jólafíííílíngurinn....!

Já, mín er sko komin í jólafílinginn. Þrátt fyrir það að vera búin að kenna jólalögin síðan í miðjum nóvember, verð ég nú að segja að ég er barasta alls ekki komin með leið á jólalögunum. Til dæmis er ég bara búin að spila Jólasveinninn kemur í kvöld fimm sinnum opinberlega í dag. Og það er bara í góðu lagi...!

Í ár hef ég verið að "plögga" fyrir íslensku jólalögunum í kennslunni hjá mér. Og þegar ég fór að kanna málið, þá eigum við íslendingar helling af góðum jólalögum. Sum þeirra eru reyndar gömul og þá kannski þyngri og drungalegri, svo sem Hátíð fer að höndum ein og Kvæðið um jólasveinana. Snilldar lög með yndislegum textum og það er einmitt svo einkar sjarmerandi að þau skulu vera svona drungaleg. Í stíl við torfkofana, ljósleysið og kuldann sem ríkti þegar þau voru samin.
Svo eru auðvitað nýrri lögin. Það á að gefa börnum brauð hennar Jórunnar Viðar, finnst mér alveg æði líka.

Er líða fer að jólum(Drungi í desember) eftir Jón Sigurðsson er búið að vera uppáhalds jólalagið mitt lengi. Mér finnst það alveg yndislegt. Þegar ég hlusta á það lag, er ég komin í huganum niður á Laugarveg í snjókomu að kíkja í jólaglugga og kaupa gjafir.

Talandi um það, þá finnst mér ekkert skemmtilegt að fara í Kringluna og Smáralind til þess að gera jólainnkaupin, heldur fer ég á Laugarveginn og set veðrið ekkert fyrir mig, heldur klæði mig bara vel(og þó svo mér verði kalt er það í lagi, því þá hef ég gilda ástæðu fyrir því að fá mér jólaglögg tíhíhí).

Annars vonast ég til þess að hitta alla mína góðu vini yfir hátíðirnar, já ég er líka að tala um þig...
Við Andrés erum með eitt fast djamm um hátíðirnar, fyrir utan gamlárskvöld, og það er Annar í jólum!! Það er hið árlega MILLABALL á Hótel Sögu og viljum við hvetja alla til þess að skella sér í ár, því þetta er svooooo skemmtilegt ball. Mamma vill mambó.......pabbi vill mambó....dúrúrúrúddúrú dúrúrúrúddúrú dúrúrúrúddúrú dú hei!

Jæja, þarf að fara....er að fara að spila Jólasveinninn kemur í kvöööööld í sjötta skiptið.

Jólakveðja, Helgajólafelga