Thursday, October 28, 2004

Jæja, þá er "fun"-nið búið.

Get ekki sagt að mér hafi leiðst á þessarri tónlistarhátíð...haaaa. Nei fullt af listamönnum sem hægt var að fá góðan fíling frá. Kryf ég nú hegðun og atferli mitt(og manns míns) á þessarri fínu hátið.

Fimmtudagskvöld. Við ákváðum að kíkja og kanna staðina og stemminguna. Sáum hana Eivöru Pálsdóttur á Nasa. Hún var að "performa" ásamt einhverjum enskumælandi Billy Múskúmawhatever(hef ekki grænan gruuun um hvað maðurinn hét, en hann var með kúl hatt) Þau voru að vinna að plötu saman og tóku all nokkur lög eftir hann Billy. Þetta var svona þjóðlaga kántrísmántrí(þeir sem þekkja mig vita að ég hef enga þolinmæði fyrir kántrí þó svo að mamma mín hafi alist upp á Skagaströnd), en við hengum þarna samt aðallega vegna þess hve yndislega rödd þessi kona hefur, VÁ.
Næst fórum við í Hafnarhúsið að fara að horfa á Slowblow, en þar voru Hood að enda. Get ekki sagt að ég hafi verið hrifin af Hood, þeir efðu mátt æfa sig heima fyrir tónleikana........(minntust reyndar á það sjálfir þegar þeir voru að spila!?!?!?!?!!!) Slowblow voru góðir, hljómuðu vel og eru band sem maður þarf að tékka á, en við Andrés vorum sammála því að ef við hefðum verið þarna lengur, hefðum við sofnað. Þannig að við röltum á Prikið, til að tékka á hvað var að gerast þar, þar átti Páll Rósinkrans að vera, en þar var ekkert pláss og ekkert að gerast þannig að við ætluðum að kíkja á Grand Rokk þar sem Nevolution var að klára en þar var engan vegin hægt að komast upp stigann til að sjá hvað væri að gerast, þannig að við ákváðum að fara bara heim að lúlla, klukkan líka að fara að ganga tólf!?! Á leiðinni til baka rákumst við á Kapital og þar inni voru, að mann heyrðist, einhverjir snillingar að verki sem reyndust vera Leaf og hljómuðu afar spennandi. En þar sem við vorum búin að fjárfesta í súkkulaði, ákváðum við samt að hverfa heim frá þeirri skemmtun og háma í okkur.....

Föstudagur. Byrjuðum seint, vegna matarboðs sem við vorum í... Byrjuðum í Hafnarhúsinu, rétt búin að missa af Stranger en fengum svo BangGang. Þau fannst mér góóóóóð, naut þeirra vel. Kíktum svo á Nasa og lentum á Skyttunum, get ekki sagt að ég hafi hugsað um mikið meira þarna inni en að komast aftur út....not mæ kænd of mjúsík, rapp það er að segja. Þannig að við skelltum okkur aftur í Hafnarhúsið og sáum þá endan af Tenderfoot og þeir voru eins og nafnið segir, rather tender indeed. Sigurrósar andi sveif yfir vötnum. Þar á eftir kom reyndar gæi sem ég ætla að næla mér í plötu með. Magnet fra Norge.... Maðurinn er frábær, geislaði af spilagleði og tónlistin mögnuð.

Laugardagur. Þessu kvöldi eyddum við ingöngu í Hafnarhúsinu. Byrjuðum að hlusta á Honeymoon. Þeirra tónlist þótti mér heldur einsleit og mun ekki eyða miklum tíma við að eltast við þau.... Þar næst kom næstbesta hljómsveit kvöldsins, Leaves. Þeir voru aftur á móti með gott efni, hrifu áhorfandann með sér fljótt. Líkt og með Magnet, hefði ég áhuga á að eignast plötu með þessum listamönnum. Maus komu þar á eftir og voru að mínu mati ekki eins þéttir og vanalega, þeir voru reyndar með mikið af nýju efni og maður heyrði að þegar þeir spiluðu gamla efnið voru þeir mun sjóaðri. Það er samt eitthvað við þá..........hmmmm. Svo komu Keane. Þer voru æði, það er bara ekkert annað hægt að segja. Þeir voooorrrruuuu æææææðððiiii!!!!!! Söngvarinn hoppaði og skoppaði út um allt, hljómborðsleikarinn varð eins og geðsjúklingur á hljómborðinu og trommarinn sömuleiðis(á trommunum ekki hljómborðinu, fyrir þá sem gætu ruglast!?!?!). Þeir voru með gott prógram, helling af nýju efni sem hljómaði vel og lofar góðu með nýja plötu. Orkan frá þeim var dáleiðandi og söngvarinn, þvílík rödd sem drengurinn er með, hún hljómaði nánast betur þarna en hún gerir á disknum, ekki að grínast þar.

Þar með létum við staðar numið á þessarri hátið, hittum góða vini og duttum ærlega í það í góðum félagsskap til að halda upp á vel heppnaða hátið.

Já, hlakka til næstu hátíðar, það verður gaman að baða sig aftur í tónlistarflóru landsins og gesta okkar.

Sunday, October 17, 2004

Iceland Airwaves here we come!!!

Erum búin að festa okkur "armband" á Iceland Airwaves. Ætlum okkur að sökkva okkur í hámenningu íslenskrar tónlistar og einnig að ljá einhverjum erlendum listamönnum eyru okkar. Þar á meðal KEANE.

Ég er bara búin að vera viðþolslaus, gat ekki hugsað um neitt annað en að ég ÆTLAÐI EKKI að missa af þessum tónleikum. Var því ekki lengi að drusla mér inn í Kringlu í dag, til þess að freista þess að þeir ættu ennþá miða á viðburðinn mikla. Og viti menn, jahahá. Skellti þessu á kreditkortið ásamt einu pari af skóm, og var bara verulega sátt við það og skóna. Þeir fengust reyndar ekki í Skífunni eins og "armböndin" á hátíðina, heldur í annarri búð......

Ég er búin að vera að skoða hvaða listamenn eru að koma fram á hátíðinni og er að vinna í því að ákveða á hvað maður ætlar(Ske, Kimono og Leaves), þar sem maður er með inngöngu inn á alla tónleika. Hafið þið þarna úti einhverjar tillögur??? Endilega sendið mér ábendingar í Comments.

Saturday, October 16, 2004

Well Suck me Sideways!!!!!!!!!!!

Keane bara á Icelandic Airwaves! Dju hvað mig langar að fara að sjá þá....á laugardag. Svo mikið að ég er meir að segja bara að pæla að skutlast á miða á morgun, er nefninlega enn á bömmer fyrir að hrökkva í stað þess að stökkva á Blonde Redhead!?!?!?!!!!

Tékka hvað Maðurinn hefur um þetta að segja.


Tuesday, October 12, 2004

AAAAAaaaaaaaaaaagggggggghhhhh(slefa út á kinn og allt saman)
Ég fór að ráði þínu BjörkíBimbó(Erla Björk) og kynnti mér KEANE og viti menn, slefa út á kinn. Takktakktakk kæra Björkí, alltaf gaman að finna svona nýjar plötur sem að maður fær bara ekki nóg af.

Í kjölfarið á því fór maður að hugsa, hvaða plötur hafa haft svona áhrif á mann inðepast!

R.E.M - Automatic for the People Ég gat ekki fengið nóg af þeirri plötu í den. Maður þyrfti að dusta af henni rykið.....

Radiohead - OK Computer Þar var nú líka slefa út á kinn....lengilengilengi og er enn í dag. Heyrði einmitt viðtal við söngvara hljómsveitarinnar um daginn og hann var að tala um þegar þeir voru að koma henni út í dreifingu fyrst.....hann var víst alltaf með þessa sannfæringu bak við eyrað að fólk myndi vera slefandi yfir henni.

The Beatles - The White Album Ummmmm

Smashing Pumpkins - Siamese Dream Það var á tímabili sem ég gat ekki gert neinn skapaðan hlut nema að þessi væri undir geislanum. Þessi er geggjuð, ætti að vera til á öllum heimilum.

U2 - Josua Tree Þetta er frá æskudögunum. Gargandi snilld á vynilnum hjá Núma bróður.

Tom Waits - Closing Time Angurvær, textarnir heillandi og bara ....það að píanóið er skemmtilega falskt, stútfull af karakter.

Led Zeppelin - Led Zeppelin II Allt honum bróður mínum að kenna að mín æska var full af U2 og Led Zeppelin. Come to think of it....kærar þakkir brósi fyrir að halda mér frá ruglinu(Stjórninni...og öðru)

Pixies - Dolittle Klassík....

Elvis Presley - Aloha from Hawaii Mjaðmahnykkir, bartarnir, sexappílið, búningurinn og þessi rödd......ó mama...

Jane's Addiction - Ritual de lo Habitual Klikkaður bassaleikari (Eric Avery) klikkaðar laglínur, klikkaður söngvari what is there not to like.......

The Cure - Greatest hits Slefslefslefsleformslef(hvað er það samt með manninn, hann er búinn að vera að nota varalit í öll þessi ár, en samt tekst honum ekki ennþá að setja varalitinn snyrtilega á .......!?!?!?!)

Tori Amos - Scarlet's Walk Þessi diskur er hennar besti, að mínu mati. Ég er alveg annálaður aðdáandi hennar, búin að fylgja henni alveg frá byrjun. Ég missti af henni þegar hún kom hingað til Íslands, og var að fylgja eftir Little Eartquakes, en náði henni í Rotterdam á geggjuðum tónleikum, þá með Scarlet's Walk. Mér finnst hún alveg ótrúlegur tónlistarmaður, og geggjað tónskáld.

og svo

The Cardigans - Gran Turismo Þessi diskur er alveg tilvalinn þegar maður er að krúsa á langferðum.....svona eins og maður gerði hérna um Evrópu eitt sinn eða tvö. Passar svo vel við malbik og pissustopp.

Ef einhver hefur einhverju við þennan lista að bæta, ekki hika við að setja ykkar framlag í comments.... það er alltaf svo gaman að uppgötva góða tónlist!!!!

P.S. Já, ég skal reyna að fara að gera eitthvað í þessu slef vandamáli mínu........

Monday, October 11, 2004

Sjæs hvað við Andrés vorum duuuuugleg um helgina. Það var bara matarboð, matarboð, djamm, hengja upp ljós bæði í stofu og eldhús oooooggg þrifið líka!!!!!!!! Geri aðrir betur!

Já kannski gera þeir það, en miðað við okkur skötuhjúin var þetta bara eitt stykki helgi sem fer í heimsmetabók Guinnes. Sjæs, talandi um það, sá einhver þáttinn hjá þeim á Skjá Einum á föstudaginn?? Mannkrukkuna sem var að troða upp í sig sporðdrekunum?!?!?!?!!!! Er ekki allt í lagi heima hjá gaurnum? Líklegast ekki....come to think of it. Og svo....af hverju komast bara sum atriði í heimsmetabók Guinnes, er það eitthvað með siðferði og þess háttar að gera....(hvar er þá línan ef þetta komst í bókina/sjónvarpið). Af hverju þá ekki að vera með kúkogpiss kafla, hver hefur átt lengstu sprænuna, lengsta sperðilinn, hver getur klippt snyrtilegast og oftast, hér er bara heill nýr heimur, þarf kannski bara bók út af fyrir sig..... Þessi þarf kannski ekki að fara í sjónvarpið..

Eníhú

Thursday, October 07, 2004

Búmm.....komin fimmtudagur aftur.
Það er alveg stórgaman hve tíminnlíður hratt. Það kemur mánudagur og svo bara búmm. Fimmtudagur.
Alla vega.

Við Andrés erum í miklum hugleiðingum þessa dagana. Við VERÐUM að fara að gera eitthvað fyrir þetta vinnuherbergi okkar. Alveg síðan við fluttum inn, hefur jafnt og þett verið troðið hingað inn allskonar drasli og núna sést ekki í það drasl fyrir öðru drasli. Fyrir nokkrum vikum ákváðum við að "gera nú loksins eitthvað í þessu" og við vorum búin að plana ferðir til að kíkja á hillur og skrifborð, en viti menn, ekkert varð úr því(okkur finnst allt of gott að liggja og gera ekki neitt). Ég er nú eiginlega komin á þá skoðun að hingað og ekki lengra sé málið, eiginlega af því að það er vart hægt að opna hurðina hingað inn, fyrir drasli, og þá kemst ég ekki í póstinn minn(og það er nú bara ekki hægt) og að öðru leiti, það er heldur ekki neitt pláss hérna inni lengur til þess að bæta við drasli.

Hér með óska ég eftir manneskju sem getur þjálfað mig í því að hætta að safna drasli sem ég þaf ekki á að halda!!!!!!!! Verður að geta byrjað sem fyrst!

Monday, October 04, 2004

Það er svoo gaman að eiga góða vini og ættingja. Ég er svo heppin, á bæði. Splæsti þeim meir að segja saman á eitt heimili og lét þau giftast og allt. Það var bara hin fínasta hugmynd hjá mér, því núna get ég farið til þeirra á þeirra heimili, svona þegar mitt heimili er orðið of skítugt til þess að þrífa, og böggað þau þangað til þau sparka mér út.
Þau hafa reyndar ekki sparkað mér út ennþá, en það gæti farið að koma að því.

Fólkið sem ég er að tala um er bróðir minn og besta vinkona mín. Þau giftu sig síðasta sumar, veri næs og góður matur og góð tónlistaratriði þó svo að ég segi sjálf frá...... Þau eru skemmtilegt par, með gull af húmor. Það er svo endurnærandi að skella sér í heimsókn til þeirra, kíkja á South Park eða Monty Python og æfa magavöðvana með krampakenndum hlátri. Svo eru þau ekkert á móti þvi að maður láti eins og hálfviti tímunum saman, þar sem þau gera það sjálf....

Ég mæli með því að maður komi sér upp svona stað, með einu stykki ættingja láti hann/hana giftast einu stykki besta vini/vinkonu og komi sér svo bara vel fyrir í sjónvarpssófanum hjá þeim og láti þau gefa sér vanilluís, ávexti í dós og karamellusósu yfir allt saman...!!!!!!!!!!!!!