Wednesday, March 17, 2004

Það er komin sól.
Í vinnunni í gær voru allir með krónískt bros, SÓLheimaglott, bara af því að veðrið var farið að hegða sér eins og maður. Og svo fann maður líka hvað hún fyllti mann orku, maður varð að fara að gera eitthvað og hitta einhverja og segja eitthvað merkilegt í gærkvöldi, bara af því maður átti helling af orku eftir óútspýttri. Ég er búin að gera allt nokkuð vel undirbúið fyrir þessa vorkomu, bera á garðhúsgögnin, reyna að laga útiarininn og þess háttar.
Svo fer að líða að því að sumarið komi. Ég er búin að panta geggjað veður í sumar, vona að það standist. Ég vil fá gott veður í allt sumar, því að ég ætla að fara í útilegur með vinum og vandamönnum og gera alla þá skandala sem maður gerir í útilegum. Pakka niður lopapeysunni og finna kælikubbana og kælitöskuna og þá er maður til í stuðið.
Eru ekki langflestir til í að koma með okkur í útilegu í sumar. Vinsamlegast svarið hérna í Comments, og pantið tíma........

Wednesday, March 10, 2004

Rétti upp hönd allir þeir sem eru orðnir þreyttir á veðrinu þessa dagana!!!
Þvílíkt leiðinlegt! Þegar við bjuggum úti vorum við ekkert í svona leiðindum dag eftir dag eftir dag eftir dag. Það var kannski bara einn dagur suddi og svo bætti veðrið upp fyrir það með því að með skemmtilegt veður inn á milli. Þannig finnst mér að þetta ætti að sjálfsögðu að vera, fleiri góðir dagar en vondir. En þetta, þetta er út í hött, það finnst mér nú bara. Hundurinn minn hefur neitað að fara út núna í nánast viku, jú hann fer út og gerir sín stykki undir leiðsögn síns eiganda og jú eigandinn tekur alltaf upp eftir hann skítinn, en núna hefur hundsi ekki viljað fara út til þess að hlaupa og skemmta sér og naga hluti sem hann má og má ekki naga, nei hann vill bara komast inn aftur.
En ég verð nú að viðurkenna að þetta er nú dálítið sniðugt af veðrinu, ha. Venja okkur við svona helv.... leiðindi, því þegar góða veðrið kemur, þá verðum við svo rooooosalega ánægð!!!! Trúðu mér. Hvað heitir þetta aftur á sálfræðimáli? Conditioning. Man ekki hvað íslenska orðið er. Það er bara verið að venja okkur pínulítið á þetta vonda, því þegar venjulega leiðinlega veðrið kemur og svo góða veðrið, þá verðum við svo rosalega glöð.

Tuesday, March 09, 2004

Jæja, er búin að prófa nýja pest. Það er nefninlega þannig að ég fæ allar! Ég er ekkert að grínast. Búin að vera með nýjustu núna í dag og fyrrinótt. Gubboggang. Þessi pest er fín, ekki sjens að þú komist í vinnuna með þessa, ekki nema þú sért einn af þeim sem finnst gaman að kvelja samstarfsmenn þína. Fyrir um fjórum vikum prófaði ég aðra líka, sem var mestmegnis bara hauskvef, en bara þannig að hausinn á mér ætlaði að springa, hún var líka skemmtileg. Já pestir, ef þú þarft einhverjar upplýsingar um þær og eðli þeirra, hringdu í mig og ég þori næstum því að veðja, að ég sé búin að fá hana!

Thursday, March 04, 2004

HEY! Uppáhaldsbrandarinn minn síðasta sumar, ef þú sérð rúllu, kalla HEY!! og benda auðvitað. Já það þarf ekki mikið til þess að skemmta mér. Er svo ánægð núna, var eiginlega að flytja heim aftur. Vorum svo flott á því, að við fengum menn til þess að koma inn á heimili okkar og leggja flísar fyrir okkur. Við höfum reyndar lagt flísar áður og erum engir illar í þeim málum, en við vorum búin að eyða helling í þessar líka flottu flísar, að láta leggja þær professjonaaaal. Og viti menn, það var bara þess virði.

Og fleiri góðar fréttir í þessarri viku þagnar.. fékk skilaboð frá gamalli vinkonu og skólafélaga, sem ég hef ekki hitt svo lengi. Og við ætlum að hittast og tala um allt sem hefur gerst síðan síðast. Það verður svo gaman. Það væri svo kúl að geta smalað öllum gömlum skóla- og vinnufélögum í gegn um lífið og sjá hvernig öllum hefur gengið, fara í þessa keppni, hver er bestur í lífinu af þessu fólki....!?! Deffinetlí ég!