Monday, February 26, 2007

17 dagar

Jamm, þetta styttist. Það er lítið hugsað um aðra hluti en það sem viðkemur húsinu. Í hvert skipti sem við keyrum framhjá búð er snarhemlað og hlaupið inn og stolið nokkrum pappakössum. Það er líka búið að sanka að sér öllum litakortum frá öllum málningarfyrirtækjum landsins, hvaða litur á að vera í stofunni, svefnherberginu, herbergjunum niðri...aaaaaa. Svo eigum við ekki nóg af húsgögnum í allt þetta pláss, það vantar sófa og eldhúsborð og...... Jamm, ef þið rekist á mig eitthvað á næstunni og ég tala ekki um neitt annað við ykkur, þá biðst ég hér með fyrirgefningar. Ég skal bæta ykkur það upp síðar með ferð í pottinn!!!!!


Þetta herbergi erum við ekki alveg viss um hvort við eigum að mála eða hafa bara svona!!?!??!?!?!?!?!?!

Tuesday, February 20, 2007

Buffet RC Prestige Eb


Aaaaaa finnst ykkur það ekki fallegt??? Þið sem hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að horfa á, þá er þetta Es klarinetta frá Buffet, öðru nafni "Barbíklarinetta". Soldið eins og piccaloflauta en bara krúttlegra. Það er minn heitasti draumur að eignast eitt svona stykki. Skreppa til Parísar, gista í kastalanum við Signubakka, sem við Andrés gistum í þegar við fórum að velja Bb klarinettið mitt, og velja mér svo hljóðfæri. Ég hefði líklega drifið í því hefðum við ekki farið út í að kaupa hús.....eeeen verð að bíða með það "smá". Þetta krúttlega hljóðfæri kostar á bilinu 260-350þús....

Ég læt mig dreyma.

Sunday, February 18, 2007

Jedúddamía

Jæja já. Ég er komin á þá niðurstöðu að íslensku þjóðinni er ekki treystandi. Hvað erum við að hugsa? Eiríkur Hauksson í Júróvisjón.... Ég held að fólk þori ekki að takast á við það að komast í aðalkeppnina, það gerir alla vega allt sem í sínu valdi stendur til þess að senda lagði sem síst kæmist í gegn!!!!
Ellismellaskallapoppara í leðurbuxum, er það besta sem við gátum fundið, í alvöru!!

Tuesday, February 13, 2007

Kaldhæðni dauðans!

SELT!!!!

Jæja, þá erum við búin að selja!! Innan skamms tíma mun annað fólk sofa í svefnherberginu okkar, elda á eldavélinni okkar og spræna í Gústann okkar.
Já, þetta er skrýtin tilfinning. Afmælisteitið um daginn var þar af leiðandi síðasta teitið á Háaberginu... En fljótlega munum við þó vígja nýjan teitis-skeiðvöll. Að Þrastarásinum!!!!!