Sunday, February 18, 2007

Jedúddamía

Jæja já. Ég er komin á þá niðurstöðu að íslensku þjóðinni er ekki treystandi. Hvað erum við að hugsa? Eiríkur Hauksson í Júróvisjón.... Ég held að fólk þori ekki að takast á við það að komast í aðalkeppnina, það gerir alla vega allt sem í sínu valdi stendur til þess að senda lagði sem síst kæmist í gegn!!!!
Ellismellaskallapoppara í leðurbuxum, er það besta sem við gátum fundið, í alvöru!!

5 Comments:

At 8:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Bíddu, skil ég rétt? Ertu ekki að fíla Eirík Hauksson í botn?
Þú hefur greinilega aldrei hlustað á Gleðibankann eða Gaggó Vest? :)

 
At 9:17 PM, Blogger Helga'Netta said...

Júbb hlustaði á hann helling í den. Ég er bara að hugsa um sjálfa mig, ég vil geta skemmt mér á laugardagskvöldinu líka, ekki bara velta mér upp úr því að "hefðum við aðeins verið með flottari búninga" - "hefðum við aðeins sent einhvern annan" ég vil geta sungið áfram Ísland..... en sé ekki fram á að það gerist enn eitt árið.

 
At 8:48 AM, Blogger Unknown said...

HA HA mér finnst geggjað að hann sé í LEÐURBUXUM

 
At 5:44 PM, Anonymous Anonymous said...

Þetta lag er samt svo miklu skárra en allur hryllingurinn sem var í boði í undankeppninni í ár. Hvort sem það réttlætir nokkurn skapaðan hlut...
Fjóla

 
At 9:32 PM, Anonymous Anonymous said...

Ætli maður reddi laugardeginum ekki með nokkrum bjórkössum eins og vanalega.

 

Post a Comment

<< Home