Friday, May 19, 2006

Bestu lögin....

Ökuferðin á brautinni(til og frá vinnu í Kef) er oft gagnleg. Um daginn var ég einmitt djúpt sokkin í upprifjun á því hvað ég tel bestu lögin. Upptalningin gekk vel og finnst mér bara rétt á að skella henni hingað inn.....og hún hljómar svona, ekki í neinni sérstakri röð.....

Strange little girl - Tori Amos
Snilldar útgáfa af Stranglers laginu. Kemur mér alltaf í gott skap. Þetta lag, Lupo-inn og ég ferðuðumst oft til og frá Utrecht saman...góður tími.

Kleine maus - das Molekul
Nú er ég komin til Þýskalands sumarið 1995. Við Þóra fengum sko aldrei leið á þessum mikla dansslagara og hljómaði hann á Luderitzstrasse oft.

The Long and winding Road - The Beatles
Þetta er eftirlætis Bítlalagið mitt. Það er eins og það sé einhver græðingarmáttur í því. Hrein unun.

The Man who sold the World - David Bowie
Hef fílað manninn heillengi og hann á alveg helling af stórgóðum lögum, en þetta fangaði mig fyrir löngu.

Since I've been loving you - Led Zeppelin
Mikill tregi. Stórkostlegt....ekkert annað en það.

Motorcycle Emptiness - Manic Street Preachers
Þetta band er æði og lagið kemur mér alltaf í gott skap..

Soma - Smashing Pumpkins
Skýrt eftir eiturlyfinu sem allir voru á í Brave new World, enda er lagið svolítið þannig....ansi dreymandi. Þetta, líkt og Led Zeppelin lagið, eru lög sem smugu inn í sálina í herberginu mínu í foreldrahúsum.

Slow emotion Replay - The The
Þetta lag og allur þessi diskur(Dusk) er tilvalinn til þess að hlusta á í baði eða við aðra afslöppun. Ekki kannski beint afslappandi heldur dáleiðandi.....

Grapefruit moon - Tom Waits
Enn eitt angurværa lagið um einmanaleikann sem ratar inn á listann... Man einmitt eftir einni gönguferðinni um Hlíðarnar, þegar við áttum heima þar, þar sem ég var með þetta lag og það var einmitt svona tungl á himninum, akkurat svona...

The Wind cries Mary - Jimi Hendrix
Ég verð greinilega að fara að hlusta eitthvað á diskó eða eitthvað....nei..
Þetta er svo fallegt lag.

Tiny Dancer - Elton John
Þetta finnst mér besta hippalagið. Mann dauðlangar bara að hafa upplifað það á sínum tíma, í sínu rúmi og auðvitað í rétta átfittinu.

Running up that hill - Kate Bush
Besta lagið hennar

Enjoy the Silence - Depeche Mode
Ég man að ég fór sérferð niður á bókasafn í Hafnarfirði þegar ég frétti að Violator með Depeche Mode væri komin á safnið(við erum að tala um 1993 hér). Ég hlustaði á hana gat og vil hér með biðja safnið afsökunar ef hún var eitthvað slitin þegar hún kom til baka.

Don't dream it's over - Crowded House
Eitt af þessum lögum sem eru bara svo ótrúlega vel samin.

og að lokum -
Mad World - Tears for Fears
Í flutningi Michael Andrews. Mmmmm. Þetta lag var í Donnie Darko, og þá mynd fílaði ég í tætlur.

Jamm....þar hafið þið það.
Hvað eru ykkar eftirlæti.

Tuesday, May 09, 2006

Sumarið er komið.....

bara svona að láta ykkur vita ef þið hefðuð ekki þegar tekið eftir því.
Þetta finnst mér rosalega skemmtilegur tími. Þó svo maður sé að drukna í vinnu og hafi vart tíma til þess að njóta veðurblíðunnar, þá finnst mér þetta geggjað. Sérstaklega þegar það eru bara nokkrir dagar í það að maður fer í sumarfríið og þar af leiðandi í FRÍ!!!!

Andrés er búinn að skrifa ritgerðina sína. Hann skilaði henni í gær. Frábært. Hann er búinn að standa sig þrusuvel drengurinn, þó svo ég segi sjálf frá, en þessi ritgerð er búin að liggja eins og á mara á heimilinu síðastliðnar vikur an núna er hún búin. Til hamingju Andrés.

Og svo er það líka vorboðinn ljúfi.....júróvisjón, sem léttir lund mína núna. Maður hefur að sjálfsögðu setið límdur við skjáinn og horft á skandinavísku spekingana ausa úr viskubrunnum sínum. Þessir þættir eru alveg brilliant!!! Ég hlakka til þess að sjá undankeppnina 18. maí, það verður stuuuuð.....

jæja, farin að vinna..
bleble