Wednesday, June 30, 2004

Það er sorg á Háabergi 1 neðri hæð núna, og verður eitthvað fram eftir vikunni. Holland dottnir úr leik í E.M. Því miður urðum við að segja okkur sigraða af Portúgölum. Það má samt segja að betra liðið hafi verið sent heim(byggi ég það ekkert á framkomu eða getu í keppninni, heldur bara því að þeir eru betri af því mér finnst það og ég held með þeim). Mér fannst Hollendingar standa sig loksins vel í landsliðskeppni svo ég tali nú ekki um að þeir eru farnir að hitta úr vítaspyrnum......, kominn líka tími til þar sem Hollendingar eru með geggjað lið og uppáhaldsfótboltarana mína innanborðs, Davids og Hooijdonk.
Portúgalir verða bara að fara alla leið, úr því þeir tóku okkur úr umferð....

búhúhúhú,
ætla að fara að gráta nú

Tuesday, June 15, 2004

Jæja mín lifnuð við aftur í bili.
Er búin að vera að gera mig og hana Ástu klára fyrir slaginn þann 20.júní!!!!! Hvað er að gerast þá spyr þú.....nú það verða mega tónleikar sem enginn má missa af, alla vega ekki heilvita maður. Þá er ég og hún Ásta að hada tónleika, fulla af ekkert smááá fallegri tónlist, og ég vona að hún verði jafn vel flutt og hún var vel skrifuð á sínum tíma. Við erum búnar að vinna hörðum höndum núna í mánuð, og vinna mikið, erum á æfingum og þessháttar, búin að vera rosa skemmtileg törn. Þetta er semsagt það sem ég er búin að koma mér í með þessarri menntun minni. og þetta er ekki alltaf það sem fólk er að gera, er það oneioseisei. Að spila á svona tónleikum er bara toppurinn,restin er að kynna tónlist fyrir slefandi leikskólabörnum sem horfa á hálfmilljkr hljóðfærið þitt og eiga enga ósk heitari en að gera eitthvað við það.....eða standa úti í rigningu eða roki og reyna að hafa stjórn á hljóðfærinu þí við að "vekja athygli á þvi hve tónlist heldur ungu fólki frá eiturlyfjum og áfengi" þegar maður á enga aðra ósk heitari en að drekka stórt glas af hitu kakó blönduðu með 80 STROH.....
Nei að vera tónlistarmaður er ekkert smáááá geggjað...það er allt geggjað vð þetta, vinnuaðstöður vinnutími...

vá mín datt aðeins út í kjaramálin....en allavega. Geggjaðir tónleikar þann 20 júní kl20:00 í Hafnarborg í Hafnarfiðir. Allir að mæta með ömmurnar upp á arminn!!!