Tuesday, January 31, 2006

Vinnuleiði

Í dag er ég haldin óhemju miklum vinnuleiða.

Vanalega er ég ekki svona, þar sem ég hef óhemju gaman að starfi mínu.....oftast þegar þessi "krakksjitts" æfa sig heima. En í dag gat ég vart fengið mig til þess að druslast í vinnuna. Það bætti líka ekki úr skák að Birta mín hafði lagst utan í fötin mín þar sem þau eru öll út í hundahárum. Á venjulegum degi væri það allt í lagi, en í dag eru foreldraviðtöl, sem eru ekki mitt eftirlæti. Og af hverju finnast mér foreldraviðtöl ekki skemmtileg? Það er af því að öllum foreldrum finnast börnin sín æðisleg og þau geta ekki gert neitt rangt. Hmm.....

Að vissu leiti eru öll börn æðisleg, en þau geta líka á sinn hátt verið "krakksjitts". Krakksjitts er Helguorð. Það finnst ekki ennþá í íslensku orðabókinni, en koma tímar... Þýðing þess er : barn sem hagar sér vel fyrir framan foreldraeiningar sínar en á ekki í neinum vandræðum með það að rífa kjaft við kennarann sinn þegar honum sýnist. Það eru allt of mörg börn sem eru svona og þar af leiðandi heil gomma of foreldrum sem lifa í draumi um að börnin sín eru æðisleg.

Tuesday, January 10, 2006

PARTÝ!!!!!!!!!!!

Kæru vinir.


Laugardaginn 21. janúar ætlum við hjónin að halda PARTÝ!!!!!! Vúhú!!

STUÐsetning: Háabergi 1, neðri hæð og úti á palli og kannski úti á túni, fer allt eftir stuð-i.

Tímasetning: Laugardagurinn 21. janúar frá hálfníu og eins lengi og síðasti maður tórir.

Bolla verður í boði hússins, þangað til hún klárast...

Kveðjur,

Helga og Andrés.