Monday, September 25, 2006

Ábendingar óskast!!

Ótrúlegt en satt var okkur hjónunum gefnir miðar í bíó á dögunum. Annars vegar á myndina United 93(miðar sem Andrés vann á Rás2) og hins vegar miðar sem við fengum gefins á boðssýningu á Bjólfskviðu. Það sem er enn ótrúlegra er að bíósýningarnar voru á sama kvöldi. Nú voru góð ráð dýr. Hvað veljum við. Jú, við ákváðum að sjá Bjólfskviðu, að hluta til vegna þess að við vorum ekki í stuði til þess að horfa á flugslysahryðjuverkamynd og að hluta til vegna þess að við erum massa snobbarar inn við beinið. Jíks...við hefðum kannski frekar átt að horfa á United 93.


Bjólfskviða olli okkur miklum vonbrigðum. Fjöllum prýtt landslagið passaði engan vegin við Danmörku, þar sem myndin á að gerast, senur og samtöl virtust vera ekkert unnin og myndin gerilsneidd neista. Hefði verið hlé hefði ég ekki hikað við að ganga út..... Ég vorkenndi Ingvari Sigurðssyni fyrir að þurfa að hoppa þarna um í hrauninu í "Danmörku" og urra eins og hundur. Ég veit það ekki....ég er alveg með þokkalegt þol fyrir artífartí myndum, en ef þetta var ein þeirra þá var hún eitthvað DaVinci dulkóðuð.

Þannig að ég óska eftir ábendinum. Hvað er gott í bíó núna?? Hvað á maður að fara að sjá? Á vídeóleigunni eða í bíó? Mér finnst afskaplega blóðugt að sofa yfir mynd í óþægilegum sætum í bíó, þegar ég gæti verið sofandi yfir mynd á þægilega sófanum heima :)

Saturday, September 09, 2006

Ný Sjálfrennireið


Heil og sæl.


Það er kominn nýr bíll á heimilið. Eitt stykki Volkswagen Polo eins og hér á myndinni, nema hvað minn er á íslenskum númerum og Steingrár á litinn. Hann er búinn að vera fjölskyldumeðlimur núna í viku og reynist alveg rosalega vel. Húsfrúnni þykir alveg ótrúlega gott að rúnta á honum og gerir það óspart, eins og er.

Vinnan byrjuð á ný, og með trukki. Maður er alveg fullur af orku, eins og er.

Hef eiginlega ekkert að segja....svo ég segi bara áfram Magni.....!