Friday, October 07, 2005

Ég var klukkuð fyrir nokkrum dögum, þannig að ég ætla að standa við minn hlut og skrifa fyrir "klukkið"
Staðreyndir um mig.

1. Mér finnst afar erfitt þegar matnum er hrúgað á diskinn minn. Ég vil hafa allt sér! Og sósan á ekki að fara yfir allt, bara einn hlut á disknum. Já ég veit að ég er ekki normal.

2. Þegar ég er að keyra lengi í bíl, þá verð ég að fá að syngja upphátt. Þess vegna ferðast ég líka oftast með vinkonum mínum, Arethu Franklin, Tori Amos, Björk, Dido og Diönu Krall.

3. Á morgnana vil ég borða morgunmatinn minn standandi við eldavélina, lesandi Morgunblaðið. Frávik frá þessarri reglu er fyrirgefin ef ég er að fá morgunmat í rúmið eða ef ég er erlendis í geggjuðu fríi, annars ekki.

4. Ég verð að fá að minnsta kosti eitt knús á dag. Vanalega sé ég um að afla mér þessa knússss, en stundum er eiginmaðurinn á undan mér og veitir mér þetta margþráða knús áður en mér tekst að grípa hann.

5. Ég get ekki borðað mat sem er útrunninn. Ekki einu sinni fengið sjálfa mig til þess að drekka mjólk sem er komin einn dag framyfir, þó svo að hún lykti ágætlega. Ég á líka erfitt með að borða afganga, ég veit ekki af hverju, mér tekst þó stundum að koma þeim niður ef þeir eru í dulargerfi eða uppáhalds maturinn minn.(Ég þoli ekki heldur þegar fólk kemur til manns og biður mann að lykta af einhverju og kanna hvort það sé í lagi, sorry, gives me the creeps)

Jæja, þá er ég búin að opna sálarkima mína í þessu klukki hérna. Björk segir að ég eigi líka að klukka fimm aðra og geri ég það hér og nú. Ég klukka Freysa, Torfa, Sveinu, Fjólu og Sævar og/eða Írisi, og nú eiga þau að skrifa um þeirra "staðreyndir".