Wednesday, May 25, 2005

Jæja, rétti allir upp hönd sem eru búnir að sjá STAR WARS Episode III!!!!!!

Ég er að sjálfsögðu búin að fara...fór á frumsýningardaginn hérna heima. Get nú ekki verið þekkt fyrir minna en það. Allir þeir sem eru ekki hrifnir af STAR WARS ættu bara að fara að finna sér eitthvað annað að gera núna, því ég ætla ekki að tala um neitt annað í þessu bloggi!

Mér fannst myndin geggjuð. Loksins fannst mér G.L. fara aftur í gamla stílinn. Gamli góði kaldhæðnisstíllinn alveg kominn á fljúgandi fullt og svo bara það að með þessarri mynd var maður að sjá inn í næstu mynd, Episode IV. Og svo brellurnar.....kræst! Það er ótrúlegt hvað þeim tekst vel upp í þessarri. Það er geggjað að sjá hvað "teiknunin" er orðin góð, maður getur ekki séð muninn á tölvuteiknun og "setti". Ég ætla ekkert að fara út í smáatriðin með myndina, það er bara skyldumæting fyrir alla.

Eins og margir vita er ég búin að vera STAR WARS aðdáandi númer 1 síðan Guð var barn. Já og það er sko langt síðan. Ég man að fyrsta sumarið mitt sem ég var með sumarvinnu, þá safnaði ég peningnum mínum saman og nurlaði lengi og fór svo í búð á Tryggvagötunni í Reykjavík sem seldi myndbönd, bæði ný og notuð, og þar keypti ég mér fyrstu þrjár myndirnar. Munið þið ekki eftir þessarri búð. Hún var algjör költbúlla. Hún flutti síðar á Lindargötuna en er ekki lengur lifandi í dag. Ég man alltaf eftir svipnum á mömmu og pabba þegar ég sýndi þeim stolt varninginn. Vonbrigði held ég að sé besta lýsingarorðið á þeim svip, en mér var nokk sama. Ég var ekkert smá stolt, 14 ára gömul. Ég á þær ennþá, þær eru kannski ekki í neitt góðu formi, enda hafa þær fengið að rúlla all oft á þessum 14 árum í minni eigu. En mér finnst þær alltaf jafn góðar.

Nýrri myndirnar runnu ekki alveg jafn ljúft í mig og þær gömlu. Ekki misskilja mig samt, mér fannst þær ansi góðar samt er samt hrifnari af þeim gömlu. Þangað til núna. Þessi nýja mynd er æði! Brillijant! Stórkostleg skemmtun!

Nú er bara að smala í STAR WARS MARAÞON. Við þyrftum að loka okkur inni í svona tvo daga, kannski í bústað eða heima hjá einhverjum með stóran ísskáp fullan af öli og snakki, og taka maraþon.....horfa á þær allar saman... ERUÐ ÞIÐ EKKI TIL?????????????

Friday, May 06, 2005

Jú Hú. Nú þar mín sko að fara að skella sér í bíó. The Hitchhiker's guide to the Galaxy komin.

Ég get vart beðið. Er meiraðsegja búin að plana þetta allt saman. Ég ætla að taka pabba minn með, því ég veit að hann hefur ómælt gaman af þessum bókaflokki. Það stendur líka í góðu bókinni "Viðra skaltu föður þinn og móður" þannig að það er kominn tími á að ég dusti af pabba gamla rykið og fari með hann í bíó. Svo hefur hann karlfaðir minn líka svo góðan húmor að það er unun að horfa á góða gamanmynd með honum, maður hlær extramikið í þau skiptin. Það er frá honum sem ég fekk þennan rosalega góða húmor og þessa líka hæfileika til þess að segja brandara......