Monday, February 04, 2008

Í skýjunum

Þessa dagana hef ég verið í skýjunum. Ekki í flugvél, eða jú reyndar, en að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Að spila.

Ég hef verið það ofsalega heppin að Sinfó hefur átt auðvelt með það að finna símanúmerið mitt og hringja í mig til að hlaupa í skarðið. Það er búið að vera rosa gaman og skemmtileg vinna.
Og núna síðast fékk ég að fara með þeim í tónleikaferð til Ísafjarðar. Það var allt skemmtilegt við þá ferð nema íslenska handboltalandsliðið. Hmmm.

Og svo fann Íslenska Óperan símanúmerið mitt líka sem þýðir að ég er að spila með í La Traviata uppfærslunni. Sem að þið verðið öll að fara að sjá, mjög fín uppfærsla og alveg helv..... góður klarinettleikur haha.

En núna er ég í smá vetrarfríi, tveir dagar. Júhú. Leitt samt að Andrés er ekki heima akkurat núna. Hann er að vinna í Rotterdam. Við Birta dúllum okkur bara saman, gellurnar. Það verður samt gaman að fá hann heim aftur. Kannski við finnum einhvern tíma í feb til þess að fara út að borða til þess að halda upp á allt saman, afmæli í fleirtölu og vinnusigra!!

3 Comments:

At 6:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Jeij gaman hvað það er gaman hjá þér sæta mín og að símanúmerið þitt sé svona aðgengilegt,.,.,, ég á sko eftir að koma einhverntíman eitthvert að sjá þig spila.... hlakka til að sjá þig næst... knús á Birtu og kallinn,,, Elísabet

 
At 11:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ elskan mín -

Mikið er gaman að svona vel gengur, ekkert smá stolt af þér að vera með í öllu helsta! Það er reyndar e-ð að klikka hjá mér með la Traviata, var allt að verða fullt um daginn þegar við Gulla voruma ð leiat að miða og svo bara týndi ég mér í hielsuátaki og ves... uss vona að ég sé ekki búin að missa af þessu! Kem þá annars bara seinna að sjá þig spila. Hvernig er annars með Food&fun, kemstu í það?

Ég er enn með fatið frá þér síðan í stelpupartíi...... þið voruð ekki heima þegar við komum daginn eftir. Þetta er þá bara fínasta tilefni til að kíkja við hjá ykkur á næstunni.

Láttu svo vita hvenær þú getur tekið löns ;)

LUV. ErlaBjörk.

 
At 8:33 AM, Anonymous Anonymous said...

Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Celulite, I hope you enjoy. The address is http://eliminando-a-celulite.blogspot.com. A hug.

 

Post a Comment

<< Home