Tuesday, April 24, 2007

Enn heyrast hamarshöggin frá Robinace

Jamm, framkvæmdagleðin alveg að fara með okkur hjónin.

Við fengum ansi skemmtilegt SMS á laugardagsmorgun. Það var frá gardínumanninum, gardínurnar í stofuna voru tilbúnar. Auðvitað var brunað strax, eftir brönsjinn, og þær sóttar, í leiðinni voru einnig keypt útiljós á slotið. Gardínunum var hent upp og handlagni eiginmannsins skein í gegn um handbragðið.

Á sunnudegi var haldið áfram að bora og negla og henda upp á geymsluloftið í bílskúrnum. Að þessu sinni var byrjað á því að lakka undir borðplötuna í eldhúsinu þar sem uppþvottavélin stendur. Hún er að fara illa á hita og rakaskemmdum sem verður að stöðva strax. Eftir þessa fínu lakkvímu var farið í að setja saman skápinn sem var keyptur í annað herbergið niðri. Þetta er sérsmíðaður skápur og þar af leiðandi fylgdu honum engar leiðbeiningar um það hvernig ætti að setja hann saman, en það tókst, á endanum.... Þegar við vorum búin að því föttuðum við það að við þurfum að smíða sökkul undir skápinn áður en honum er hent upp og það er eitthvað sem við kunnum ekkert að gera. Þannig að pabbi var pumpaður yfir kvöldmat um kvöldið.

Dagur þrjú, kæri jóli....eða sáli. Andrés kom sinni heitt elskuðu á óvart með því að vera búinn að henda upp fleiri hillum í geymsluna og hönkum fyrir kústa og var í miðjum klíðum að klára að henda upp á bílskúrsloftið fleira drasli. Bráðum verður sko hægt að setja bílinn inn í skúrinn. Það var líka klárað að lakka hjá uppþvottavélinni, ákveðið var að kalla þetta gott eftir 6 umferðir af Úberlakki. Þrátt fyrir það að vera búin að kaupa allt í sökkulgerð, ákváðum við að fresta því þar sem við vorum bæði nokkuð slöpp og skrýtin....skrýtnari en vanalega.

Þannig var helgin hjá okkur. Þrusumikið stuð og púl. Ef ykkur vantar ráðleggingar varðandi lökkun, sökkulgerð, gardínuupphengingar, borun í vegg eða hvernig best sé að ná málningu af, þá hafið þið bara samband!

3 Comments:

At 3:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Váááá hvað þið eruð öflug! Það á ekkert að taka sér ár eða meira í þetta eis og við bóndinn...

Kv. Björkí.

 
At 6:20 PM, Blogger Helga'Netta said...

Nei, við ákváðum bara að gera sem mest og svo er alltaf að bætast eitthvað lítið við listann þannig að það er gott að koma sem flestu í verk sem fyrst.
Það er hellingur eftir...
lakka pallinn, leggja rafmagn í pott, setja þiljur í loft á bílskúr, pússa upp parket í öðru barnaherberginu, olíubera parketin, bletta í loft, hengja upp útiljós og mála að utan. Jamm nóg að gera ;)

 
At 7:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Ha ha ætlaði einmitt að fara að commenta um það að þið væruð greinilega bara eiginlega alveg að verða búin að öllu en svo las ég listann þinn hérna. En vá samt þið ætlið greinilega að drífa þetta af og úff púlið sem þið eruð að standa í..... En það á skoooo eftir að borga sig þann daginn sem þetta verður búið. Sannkallað draumahús greinilega. en og aftur til hamingju. Hlakka til að koma í pottinn

 

Post a Comment

<< Home