Friday, March 23, 2007

Nýja heimilið mitt

Aaaa.... þá er maraþoninu loks að ljúka. Búið að fá húsið afhent, mála, flytja, þrífa Háabergið, afhenda Háabergið, skrúfa saman flest öll húsgögnin sem voru keypt, pakka upp úr 20% af kössunum, tengja þvottavél, hengja upp 20% ljósum sem þarf að hengja upp og sofa einu sinni út!
Það sem hefur verið vanrækt: vinnan, sjónvarpið, heilsusamlegt líferni og hundurinn. Hundurinn er ekki alveg að meika okkur þessa dagana, hún er ansi skeptísk á alla þessa kassa, þennan skrýtna garð og allt þetta pláss í húsinu. Sem dæmi vill hún helst ekkert vera að fara niður á neðri hæðina......en það kemur allt saman.
Sjálf verð ég að segja að ég er nánast eins og hundurinn, þessir kassar eru alveg að fara að verða nóg og allt þetta pláss er líka eitthvað sem ég á eftir að venjast. En það er tvennt sem eru helstu breytingarnar í mínum huga, það er hversu hljótt er í húsinu, það er bara eins og við séum ein í heiminum, og svo eru það öll þessi nýju húsgögn sem gera það að verkum að ég mér líður eins og ég sé ekki heima hjá mér.
Svo þarf ég líka að passa mig á því að keyra ekki heim á gamla staðinn, þegar maður er þreyttur og utan við sig......það hefur gerst!!!

2 Comments:

At 3:27 PM, Blogger Halla said...

Hæ, hæ kæra vinkona.
Til hamingju með nýja húsið :)
Við verðum bráðum nágrannar eins og í denn en við erum að byggja í Hlíðarás ;)
bkv. Halla Dóra

 
At 7:01 PM, Anonymous Anonymous said...

til hamingju með nýja húsið Helga mín. Ég vildi að ég hefði komist í suamó um daginn.
Kv.
Fjóla

 

Post a Comment

<< Home