Wednesday, April 11, 2007

Þetta er allt að koma....

Jæja, það er von á gardínumanninnum á morgun. Þá fer þessum framkvæmdum nú líka að ljúka. Gardínumaðurinn kemur og mælir okkur út og leysir allar okkar gardínuþarfir, sem eru miklar trúðu mér. Ef við förum ekki að koma gluggunum í stofunni á hreint, steikjum við píanóið okkar alveg, sem er ekki gott....er það, nógu er það nú orðið falskt af flutningunum.
Heimilið er allt að komast í lag, það er búið að hengja upp ljósin, þannig að maður getur gengið um húsið og séð hvert maður er að fara, nema í bílskúrnum.. Það er búið að taka karatespark í gegn um rúðu í útidyrahurðinni, til þess að koma þar fyrir bréfalúgunni sem að Svavar, góði vin, smíðaði handa okkur, það voru bæði skemmtilegar og furðulegar aðfarir.
Við erum búin að hengja upp myndir á veggina, sem gera heimilið loksins að mínu...eh sorry "okkar".

Og það lítur allt út fyrir það að það styttist í bílskúrshurðaopnarann.....tíhíhíhííí

2 Comments:

At 3:45 PM, Anonymous Anonymous said...

Já, bílskúrshurðaopnari er málið. Er á fullu við að finna einhvern "díl" á svoleiðis.
Verða ekki nágrannarnir okkar fúlir með að við fáum okkur gardínur? Við erum trúlega búin að vera aðal fjörið að fylgjast með síðustu vikurnar...
Andrés.

 
At 4:30 PM, Blogger Helga'Netta said...

Jú, held að gardínurnar verði samt að koma, við getum enn skandaliserað með karatespörkum og hundaskítssprengjum...

 

Post a Comment

<< Home